Innlent

Miðbæjarslagur í átta liða úrslitum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurlið MH frá í fyrra.
Sigurlið MH frá í fyrra. Skjáskot af vef RÚV
Kvennaskólinn í Reykjavík mætir Menntaskólanum í Reykjavík í átta liða úrslitum spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Lið beggja skóla fóru einkar auðveldlega í gegnum aðra umferð sem lauk í kvöld og má reikna með hörkukeppni.

Fyrsta viðureign átta liða úrslitanna verður 28. janúar þar sem Flensborgarskólinn í Hafnarfirði mætir Fjölbrautarskóla Vesturlands. Viku síðar mætast Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Fjölbraut í Garðabæ. 11. febrúar er svo Lækjargötuslagurinn áður en Menntaskólinn við Hamrahlíð mætir Menntaskólanum á Akureyri viku síðar.

Menntaskólinn við Hamrahlíð á titil að verja eftir 27-18 sigur á Borgarholtsskóla í úrslitum í fyrra. Um var að ræða fyrsta sigur MH í keppninni. Fögnuðu liðsmenn MH sigrinum vel og innilega og rákust meðal annars á Óskarsverðlaunahafa áður en nóttin var úti. MH-ingar þykja afar sigurstranglegir í keppninni í ár en tveir af þremur úr sigurliðinu í fyrra eru enn í liðinu.

Uppfært klukkan 23:59

Í fyrirsögn stóð að um Lækjargötuslag væri að ræða. Hið rétta er að Kvennaskólinn stendur við Fríkirkjuveg.


Tengdar fréttir

MR-ingar fögnuðu sigrinum vel

"Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af," segir Þorsteinn Gunnar Jónsson úr Gettu Betur liði MR.

Óskarsverðlaunahafi fagnar með MH-ingum

"Við fórum að bera saman verðlaunin og óska hvor öðrum til hamingju.“ segir Þórgnýr Albertsson, einn sigurvegara Gettu Betur en hann hitti Óskarsverðlaunahafann Alfonso Cuarón á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í gær.

Kynjakvóti tekinn upp í Gettu betur

Kynjakvóti verður í Gettu betur vorin 2015 og 2016. Stýrihópur keppninnar tók þessa ákvörðun á fundi fyrir skömmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×