Lífið

Óskarsverðlaunahafi fagnar með MH-ingum

Baldvin Þormóðsson skrifar
Þórgnýr ásamt Cuarón og Hljóðnemanum.
Þórgnýr ásamt Cuarón og Hljóðnemanum. vísir/mynd aðsend
Við fórum að bera saman verðlaunin og óska hvor öðrum til hamingju, segir Þórgnýr Albertsson, einn sigurvegara Gettu Betur en hann hitti Óskarsverðlaunahafann Alfonso Cuarón á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í gær.

Gísli Örn Garðarsson var þarna með honum, segir Þórgnýr. Við lentum á spjalli um Hljóðnemann, síðan þegar Gísli var búinn að útskýra fyrir honum að þetta væri verðlaunagripur þá fórum við bara að óska hvor öðrum til hamingju. segir Þórgnýr, en Cuarón vann nýverið Óskarsverðlaun fyrir leikstjórn á mynd sinni Gravity.

Fyrr um kvöldið hafði Cuarón verið á öðrum skemmtistað ásamt leikhóp Vesturports, en ekki er vitað nákvæma ástæðu fyrir veru leikstjórans hér á landi.

Menntaskólinn við Hamrahlíð vann Gettu Betur í gærkvöldi og fóru liðsmenn sigurför um skemmtistaði Reykjavíkur í tilefni þess.

Eins og venjan er hjá þeim sem vinna úrslitakeppnina voru þeir vopnaðir Hljóðnemanum, verðlaunagrip Gettu Betur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.