Innlent

„Framsókn og flugvallarvinir virða trúfrelsi“

Samúel Karl Ólason skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Vísir/Pjetur
„Framsókn og flugvallarvinir virða trúfrelsi og eru ekki og hafa aldrei verið andstæðingar minnihlutahópa í landinu.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Framsókn og flugvallarvinum.

Þar segir að vinna þeirra í borgarstjórn hafi helgast af baráttu fyrir bættum hag borgarbúa, skilvirkari þjónustu og jafnrétti allra hópa.

„Við munum halda þeirri vinnu áfram.“

Framsókn og flugvallarvinir skipuðu Gústaf Níelsson í sæti varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkur. Gústaf hefur farið mikinn í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið, meðal annars hvað varðar múslima og byggingu mosku. Þá sagði hann samkynhneigð óeðlilega í grein í Morgunblaðinu árið 2005.

Skipan Gústafs var dregin til baka í dag, en ákvörðunin vakti hörð viðbrögð, utan Framsóknarflokksins sem innan.


Tengdar fréttir

Skipan Gústafs dregin til baka

Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×