„Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2015 13:42 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Vísir/Arnþór „Ég er bara nokkuð brött,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, aðspurð hvernig hún hafi það eftir læti morgunsins.Komu þessi hörðu viðbrögð við skipan Gústafs í ráðið ykkur í opna skjöldu? „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það yrði nú einhver umræða um það. En að þetta myndi verða aðalmálið, skipan varamanns, ég hafði ekki búist við svona miklu, svo ég sé alveg hreinskilin við þig.“ Sjá einnig: Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta. Gústaf hefur farið mikinn í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið, meðal annars hvað varðar múslima og byggingu mosku. Þá sagði hann samkynhneigð óeðlilega í grein í Morgunblaðinu árið 2005. Borgarfulltrúum Framsóknar og flugvallarvina var ekki kunnugt um þau skrif hans um þessi efni þó að þær hafi lesið aðrar greinar eftir Gústaf: „Við höfðum lesið greinar eftir hann sem voru birtar í Morgunblaðinu. Þar var hann að velta upp ákveðnum spurningum án þess að í þeim fælist einhver áfellisdómur. Við töldum miðað við þær upplýsingar sem við höfðum að hann hefði ekki stigið á línuna. En svo lengi lærir sem lifir.“ Sveinbjörg segir að Framsókn og flugvallarvinir hafi verið að vinna að mjög mörgum áhugaverðum málum í borgarstjórn. Borgarfulltrúarnir vilji halda áfram þeirri góðu vinnu og hafa vinnufrið. „Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur.“ Aðspurð um fund sem borgarfulltrúarnir áttu í morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, segir Sveinbjörg: „Við ræddum nú ýmislegt annað en þetta á þessum fundi, og aðallega flugvöllinn. Hann er nú búinn að gefa yfirlýsingu um þetta og ég held að það komi fram þar bara.“ Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Ég er bara nokkuð brött,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, aðspurð hvernig hún hafi það eftir læti morgunsins.Komu þessi hörðu viðbrögð við skipan Gústafs í ráðið ykkur í opna skjöldu? „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það yrði nú einhver umræða um það. En að þetta myndi verða aðalmálið, skipan varamanns, ég hafði ekki búist við svona miklu, svo ég sé alveg hreinskilin við þig.“ Sjá einnig: Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta. Gústaf hefur farið mikinn í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið, meðal annars hvað varðar múslima og byggingu mosku. Þá sagði hann samkynhneigð óeðlilega í grein í Morgunblaðinu árið 2005. Borgarfulltrúum Framsóknar og flugvallarvina var ekki kunnugt um þau skrif hans um þessi efni þó að þær hafi lesið aðrar greinar eftir Gústaf: „Við höfðum lesið greinar eftir hann sem voru birtar í Morgunblaðinu. Þar var hann að velta upp ákveðnum spurningum án þess að í þeim fælist einhver áfellisdómur. Við töldum miðað við þær upplýsingar sem við höfðum að hann hefði ekki stigið á línuna. En svo lengi lærir sem lifir.“ Sveinbjörg segir að Framsókn og flugvallarvinir hafi verið að vinna að mjög mörgum áhugaverðum málum í borgarstjórn. Borgarfulltrúarnir vilji halda áfram þeirri góðu vinnu og hafa vinnufrið. „Við stigum þarna út af línunni og ætlum að fara inn á hana aftur.“ Aðspurð um fund sem borgarfulltrúarnir áttu í morgun með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins, segir Sveinbjörg: „Við ræddum nú ýmislegt annað en þetta á þessum fundi, og aðallega flugvöllinn. Hann er nú búinn að gefa yfirlýsingu um þetta og ég held að það komi fram þar bara.“
Tengdar fréttir Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06 Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46 Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Skipan Gústafs dregin til baka Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. 21. janúar 2015 12:06
Gústaf komið víða við: Telur samkynhneigð óeðlilega og íslam ekki eiga heima á Íslandi Gústaf Níelsson hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna og sinnt sérverkefnum fyrir nektardansstaðinn Bóhem. 21. janúar 2015 11:46
Ræddi skipan Gústafs við borgarfulltrúa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hitti fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina á fundi í morgun. 21. janúar 2015 12:40