Innlent

Holtavörðuheiði lokað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Óveður er á Reykjanesbraut, á Reykjanesjum Suðurstrandarvegi og á Kjalarnesi.
Óveður er á Reykjanesbraut, á Reykjanesjum Suðurstrandarvegi og á Kjalarnesi. vísir/gva
Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs. Veðri er tekið að versna suðvestan- og vestanlands og gengur á með dimmum éljum. Skyggni verður mjög takmarkað í hryðjunum og skafrenningur þegar frá líður. Lagast mikið í kvöld. Óveður er á Reykjanesbraut, á Reykjanesjum, Suðurstrandarvegi og á Kjalarnesi.

Krapasnjór og óveður er á Hellisheiði og Mosfellsheiði en krapasnjór og éljagangur í Þrengslum. Hálkublettir og óveður er á Lyngdalsheiði. Hálka, hálkublettir eða krapasnjór er í uppsveitum á Suðurlandi.

Þæfingsfærð er á Heydal og þungfært í Álftafirði. Hálka og éljagangur er á Fróðárheiði. Hálka, hálkublettir eða krapasnjór er á öðrum leiðum á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er flughálka á Raknadalshlíð og í Dýrafirði. Snjóþekja og éljagangur er á Mikladal, Hálfdán og Kleifarheiði. Þæfingsfærð er á Barðarströnd og á Hjallahálsi. Þungfært er frá Skálmanesi að Klettsháls og í Bitrufirði. Á Innstrandavegi er flughált út Hrútafjörð í Guðlaugsvík. Hálka og snjóþekja er á öðrum leiðum á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir eða krapasnjór á flestum leiðum þó er hálka á Þverárfjalli. Flughálka er á Vatnsskarði. Hálka og óveður er við Stafá á Siglufjarðarvegi.

Flughálka er á Mývatnsöræfum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og versnandi veður. Hálka, hálkublettir eða krapasnjór er á öðrum leiðum á Norðausturlandi. Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum þó er flughálka í Hróastungu. Hálka eða hálkublettir er með Suðausturströndinni þó er orðið autt á frá Djúpavogi að Höfn.

Veðurvefur Vísis


Tengdar fréttir

Stormur stefnir á landið

Óveðurslægð stefnir nú á Snæfellsnes og mun veður versna mjög suðvestanlands undir hádegið. Stormur, allt að 20-25 metrar á sekúndu með dimmum éljum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×