Innlent

Sneri við vegna bilunar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Farþegar bíða nú á Kastrup,
Farþegar bíða nú á Kastrup, vísir/pjetur
Flugvél Icelandair á leið til Keflavíkur frá Kaupmannahöfn var að snúa við skömmu eftir flugtak vegna bilunar. Áætlað var að vélin kæmi til landsins hálf fjögur.

„Það varð einhver bilun sem leiddi til þessa. Ég veit ekki nákvæmlega hvers eðlis hún er,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Farþegar vélarinnar eru komnir aftur á Kastrup flugvöll og bíða þess nú að komast í loftið á nýjan leik.

„Það þarf önnur vél að fljúga út frá Keflavík til að sækja fólkið. Það er áætlað að flugtak verði klukkan korter yfir átta í kvöld,“ segir Guðjón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×