Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 15:07 Sigurður Örn Ágústsson steig í pontu Alþingis í gær og ræddi kjör þingmanna. Það er hans mat að laun þingmanna séu lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. GVA/Vilhelm „Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira