Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 15:07 Sigurður Örn Ágústsson steig í pontu Alþingis í gær og ræddi kjör þingmanna. Það er hans mat að laun þingmanna séu lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. GVA/Vilhelm „Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira