Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2015 15:07 Sigurður Örn Ágústsson steig í pontu Alþingis í gær og ræddi kjör þingmanna. Það er hans mat að laun þingmanna séu lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. GVA/Vilhelm „Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Til að starfið sé raunverulegur valkostur þá þarf að hugsa kjör og starfsumhverfi alþingismanna upp á nýtt,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag. Þar talaði hann um kjör og starfsumhverfi þingmanna og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn. Hann setti starf þingmannsins upp í atvinnuauglýsingu og sagði að óskað væri eftir starfsmanni í mikilvægt starfs sem felur í sér að setja lög, hafa áhrif á samfélagið í lengd og bráð.Ómálefnaleg gagnrýni „Tækifæri til að hafa áhrif á kjör fólk, umhverfi viðskipta, menntunar- og heilbrigðismála. En taka þarf stórar stefnumarkandi ákvarðanir sem ekki eru allar líklegar til stundarvinsælda. Vinnutími er óreglulegur, ekki er greitt sérstaklega fyrir kvöld-, nætur- eða helgarvinnu, líkur eru á að stór hluti fólk í landinu muni gagnrýna þig linnulítið í í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, oftast ómálefnalega fyrir það eitt að vera á öndverðri pólitískri skoðun,“ sagði Sigurður. Hann sagði frammistöðu þingmannsins og gagnsemi ekki mælda með hlutlægum mælikvörðum og að engin raunveruleg eftirgjöf færi fram innan vinnustaðarins. „Að fjórum árum luðnum munu kjósendur þíns flokks stjórna því hvort þú verður endurráðin, fyrst í prófkjöri, svo í kosningum, í raun án þess að fram hafi farið nokkurt hlutlægt mat á árangri í starfi. Starfsvettvangurinn nýtur trausts um tíu prósent þjóðarinnar, mötuneytið er mjög gott,“ sagði Sigurður sem sagði rúmar 651 þúsund krónur greiddar fyrir þessa vinnu en til samanburðar eru regluleg laun á Íslandi 436 þúsund krónur.Laun þingmanna lág „Í samanburði við þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við eru grunnlaun alþingismanna á Íslandi lág og ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins. Grunnlaun alþingismanna í samanburðarlöndum eru að meðaltali tvisvar til þrisvar sinnum hærri heldur en meðallaun,“ sagði Sigurður og spurði hvort starfsumhverfi þingmannsins í dag og kjör væru til þess fallin að tryggja að besta og hæfasta fólkið myndi sækja um starfið. Hann efaðist um það og kallaði eftir málefnalegri umræðu á þinginu um þetta mál.Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis fá þingmenn 651.446 krónur í þingfararkaup auk ýmissa annarra greiðslna. Þingmenn eiga til að mynda rétt á greiðslu ferðakostnaðar innanlands, húsnæðis- og dvalarkostnað fyrir þingmenn utan höfuðborgarinnar, símakostnað, ferðakostnað erlendis, ýmsan starfskostnað og kostnað vegna námskeiða, ráðstefna og funda.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira