Ingólfur reynir aftur við Everest: „Maður verður að klára þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2015 14:43 Ingólfur Ragnar Axelsson hefur för sína á topp Everest fimmta apríl næstkomandi. AFP/AxelBragi Ingólfur Ragnar Axelsson hefur sett stefnuna á ný á topp Everest-fjallsins ári eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins. Ingólfur heldur til Nepals á þriðjudag en þar mun hann dvelja í mánuð áður en hann heldur til Indlands í mars. Leiðin liggur svo aftur til Nepal í apríl og mun hann hefja ferð sína á tindinn þann 5. apríl næstkomandi. „Maður verður að klára þetta fyrst maður er byrjaður á þessu,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi um ferðina. Ingólfur reyndi við topp fjallsins í apríl fyrra en hætt var við ferðina eftir að sextán sjerpar fórust í ísflóði í Khumbu-ísskriðunni í hlíðum Everast. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um aðbúnað sjerpa sem sjá um að tryggja leið fjallgöngumannanna og bera súrefnisflöskur þeirra og birgðir upp fjallið. Lofað var bót og betrun fyrir sjerpana, meðal annars tvöfaldri líftryggingu, eftir þetta slys en Ingólfur segist enga vissu hafa fyrir því. Hann segist hafa kannað þessi mál en það sé erfitt fyrir fjallgöngumenn að vera vissir um að þau fyrirtæki sem þeir eiga viðskipti við borgi sjerpunum réttilega.Getur ekki annað en treyst því sem sagt er við hann „Ég get ekkert gert annað en að treysta því að þetta sé í lagi. Þetta er svipað og þegar þú kaupir einhverja Nike-skó út í bæ, auðvitað vonastu til að þetta sé framleitt eftir lögum og reglum og sé ekki barnaþrælkun eða eitthvað annað. Þannig að það er ekki hægt annað en að treysta því sem er sagt við mann,“ segir Ingólfur sem hefur ekki mikið álit á nepölskum stjórnvöldum. „Nepölsk stjórnvöld eru einskis nýt, þau gera ekkert. Það er engin stöðugleiki og skiptir engu hverju þau lofa. Segjum að þau lofi því að aðbúnaður sjerpana verði bættur þá hafa þeir enga tryggingu fyrir því fyrr en reynir á það. Þetta var náttúrlega skammarlegt í fyrra að bjóða bara einhverja fjögur hundruð dollara í dánarbætur. Við erum að borga hver klifrari ellefu þúsund dollara og það rennur beint til ríkisins. Það sem sjerparnir vildu var að stærri hluti, af þessum ellefu þúsund dollurum sem eru greiddir, myndi renna í sameiginlegan sjóð sem væri síðan notaður til að greiða bætur til fjölskyldna þeirra sem missa fyrirvinnuna. Ég vildi óska að ég gæti sagt að þetta væri í betri stöðu en ég get ekki sagt það, ég veit það ekki,“ segir Ingólfur.Gengur upplýstari að fjallinu Hann segir stóra muninn á ferðinni í ár og í fyrra vera að hann hafi áttað sig á því að ekki sé hægt að stjórna öllum þáttum hennar. „Síðast var maður búinn að hugsa út í flest en aldrei svona náttúruhamfarir. Núna í raun gengur maður að þessu dálítið upplýstari og reiðubúnari að takast á við hvað verður. Þannig að það er engin breyting á ferðatilhöguninni sem slíkri en auðvitað er þægilegt að þekkja fjallið betur og þekkja alla sem eru með manni í leiðangrinum. Það er auðveldara að koma inn í þetta þekkjandi alla og vera búinn að uppgötva grunnbúðirnar og annað,“ segir Ingólfur. Leiðin upp á toppinn er afar hættuleg og hafa rúmlega 250 manns látið lífið í hlíðum Everest. „Ég held að það horfi enginn á það þannig að maður sé að hætta lífi sínu til að komast þarna upp. Það halda allir bara ekki ég en ég hef enga trú á því að ég muni deyja þarna. En hvað það er sem fær mann til að taka áhættuna á því er þörf á því að lifa og njóta lífsins og upplifa ævintýri,“ segir Ingólfur Ragnar en hann er á leiðinni í samstarf við Karolina Fund um hópfjármögnun á þessari ferð hans á topp Everest en verkefnið verður kynnt betur á næstu vikum. Tengdar fréttir Gekk fram á mörg lík á leið sinni upp Everest Leifur Örn Svavarsson er einn fárra í heiminum sem farið hafa á báða pólana og á tind Everest. 24. apríl 2014 19:15 „Ég þarf að vinna rétt úr þessari reynslu“ Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. 5. maí 2014 20:30 Ingólfur fer á Everest Hann mun fara með tíu öðrum fjallgöngumönnum upp fjallið. 23. apríl 2014 10:42 Sá vini sína deyja í snjónum Sjerpi sem lifði af snjóflóðið á Everest segist ætla aldrei aftur upp fjallið. 27. apríl 2014 20:49 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Ingólfur Ragnar Axelsson hefur sett stefnuna á ný á topp Everest-fjallsins ári eftir mannskæðasta slys í sögu fjallsins. Ingólfur heldur til Nepals á þriðjudag en þar mun hann dvelja í mánuð áður en hann heldur til Indlands í mars. Leiðin liggur svo aftur til Nepal í apríl og mun hann hefja ferð sína á tindinn þann 5. apríl næstkomandi. „Maður verður að klára þetta fyrst maður er byrjaður á þessu,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi um ferðina. Ingólfur reyndi við topp fjallsins í apríl fyrra en hætt var við ferðina eftir að sextán sjerpar fórust í ísflóði í Khumbu-ísskriðunni í hlíðum Everast. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um aðbúnað sjerpa sem sjá um að tryggja leið fjallgöngumannanna og bera súrefnisflöskur þeirra og birgðir upp fjallið. Lofað var bót og betrun fyrir sjerpana, meðal annars tvöfaldri líftryggingu, eftir þetta slys en Ingólfur segist enga vissu hafa fyrir því. Hann segist hafa kannað þessi mál en það sé erfitt fyrir fjallgöngumenn að vera vissir um að þau fyrirtæki sem þeir eiga viðskipti við borgi sjerpunum réttilega.Getur ekki annað en treyst því sem sagt er við hann „Ég get ekkert gert annað en að treysta því að þetta sé í lagi. Þetta er svipað og þegar þú kaupir einhverja Nike-skó út í bæ, auðvitað vonastu til að þetta sé framleitt eftir lögum og reglum og sé ekki barnaþrælkun eða eitthvað annað. Þannig að það er ekki hægt annað en að treysta því sem er sagt við mann,“ segir Ingólfur sem hefur ekki mikið álit á nepölskum stjórnvöldum. „Nepölsk stjórnvöld eru einskis nýt, þau gera ekkert. Það er engin stöðugleiki og skiptir engu hverju þau lofa. Segjum að þau lofi því að aðbúnaður sjerpana verði bættur þá hafa þeir enga tryggingu fyrir því fyrr en reynir á það. Þetta var náttúrlega skammarlegt í fyrra að bjóða bara einhverja fjögur hundruð dollara í dánarbætur. Við erum að borga hver klifrari ellefu þúsund dollara og það rennur beint til ríkisins. Það sem sjerparnir vildu var að stærri hluti, af þessum ellefu þúsund dollurum sem eru greiddir, myndi renna í sameiginlegan sjóð sem væri síðan notaður til að greiða bætur til fjölskyldna þeirra sem missa fyrirvinnuna. Ég vildi óska að ég gæti sagt að þetta væri í betri stöðu en ég get ekki sagt það, ég veit það ekki,“ segir Ingólfur.Gengur upplýstari að fjallinu Hann segir stóra muninn á ferðinni í ár og í fyrra vera að hann hafi áttað sig á því að ekki sé hægt að stjórna öllum þáttum hennar. „Síðast var maður búinn að hugsa út í flest en aldrei svona náttúruhamfarir. Núna í raun gengur maður að þessu dálítið upplýstari og reiðubúnari að takast á við hvað verður. Þannig að það er engin breyting á ferðatilhöguninni sem slíkri en auðvitað er þægilegt að þekkja fjallið betur og þekkja alla sem eru með manni í leiðangrinum. Það er auðveldara að koma inn í þetta þekkjandi alla og vera búinn að uppgötva grunnbúðirnar og annað,“ segir Ingólfur. Leiðin upp á toppinn er afar hættuleg og hafa rúmlega 250 manns látið lífið í hlíðum Everest. „Ég held að það horfi enginn á það þannig að maður sé að hætta lífi sínu til að komast þarna upp. Það halda allir bara ekki ég en ég hef enga trú á því að ég muni deyja þarna. En hvað það er sem fær mann til að taka áhættuna á því er þörf á því að lifa og njóta lífsins og upplifa ævintýri,“ segir Ingólfur Ragnar en hann er á leiðinni í samstarf við Karolina Fund um hópfjármögnun á þessari ferð hans á topp Everest en verkefnið verður kynnt betur á næstu vikum.
Tengdar fréttir Gekk fram á mörg lík á leið sinni upp Everest Leifur Örn Svavarsson er einn fárra í heiminum sem farið hafa á báða pólana og á tind Everest. 24. apríl 2014 19:15 „Ég þarf að vinna rétt úr þessari reynslu“ Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. 5. maí 2014 20:30 Ingólfur fer á Everest Hann mun fara með tíu öðrum fjallgöngumönnum upp fjallið. 23. apríl 2014 10:42 Sá vini sína deyja í snjónum Sjerpi sem lifði af snjóflóðið á Everest segist ætla aldrei aftur upp fjallið. 27. apríl 2014 20:49 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Gekk fram á mörg lík á leið sinni upp Everest Leifur Örn Svavarsson er einn fárra í heiminum sem farið hafa á báða pólana og á tind Everest. 24. apríl 2014 19:15
„Ég þarf að vinna rétt úr þessari reynslu“ Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. 5. maí 2014 20:30
Ingólfur fer á Everest Hann mun fara með tíu öðrum fjallgöngumönnum upp fjallið. 23. apríl 2014 10:42
Sá vini sína deyja í snjónum Sjerpi sem lifði af snjóflóðið á Everest segist ætla aldrei aftur upp fjallið. 27. apríl 2014 20:49