„Ég þarf að vinna rétt úr þessari reynslu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. maí 2014 20:30 Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. Vilborg Arna ætlaði sér að klífa fimm hæstu tinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Átjánda apríl, þremur dögum eftir að hún kom í grunnbúðirnar, létust sextán sjerpar í snjóflóði, þar af þrír úr hennar hópi. Hún segir daginn hafa verið skelfilegan, og dagana á eftir afar erfiða. „Maður sér margt sem kannski erfitt er að koma í orð en við sáum mikið af slösuðu fólki og látið fólk. Það er ekki hægt að lýsa því. Manni líður ekki vel og dagarnir á eftir hafa verið erfiðir,“ Nokkrum dögum eftir slysið ákváð stór hluti sjerpanna að fara ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Bæði til að sýna föllnum félögum virðingu og vegna kjarabaráttu sinnar, en nepölsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að greiða fjölskyldum sjerpanna sem létust skammarlega lágar bætur. Að sögn Vilborgar er fjallið enn opið, en hún ákvað þó að fara ekki upp á tindinn til að styðja við bakið á sjerpunum. „Mér fannst það bara skýrt að þeir vildu ekki halda áfram. Ef staðan er svoleiðis þá finnst mér það ekki mitt að halda áfram í þeirri aðstöðu, bara koma aftur síðar.“ Vilborg er sátt við ferðina þó hún hafi ekki náð markmiði sínu. „Í þessum aðstæðum þá eru vonbrigði mín ekkert í samanburði við það sem sjerparnir og þeirra fjölskyldur hafa þurft að ganga í gegnum. Maður býr alltaf að svona undirbúning. Hann er ekki ónýtur. En það er lífreynsla að upplifa svona slys og maður þarf að vinna úr því og vel.“ Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir er nú komin heim til Íslands eftir að hafa upplifað mannskæðasta slys í sögu Everest þegar hún var að undirbúa sig til að ganga upp fjallið. Vilborg Arna ætlaði sér að klífa fimm hæstu tinda heims á einu ári og var Everest síðasti áfangastaðurinn. Átjánda apríl, þremur dögum eftir að hún kom í grunnbúðirnar, létust sextán sjerpar í snjóflóði, þar af þrír úr hennar hópi. Hún segir daginn hafa verið skelfilegan, og dagana á eftir afar erfiða. „Maður sér margt sem kannski erfitt er að koma í orð en við sáum mikið af slösuðu fólki og látið fólk. Það er ekki hægt að lýsa því. Manni líður ekki vel og dagarnir á eftir hafa verið erfiðir,“ Nokkrum dögum eftir slysið ákváð stór hluti sjerpanna að fara ekki fleiri ferðir upp fjallið á þessu ári. Bæði til að sýna föllnum félögum virðingu og vegna kjarabaráttu sinnar, en nepölsk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að greiða fjölskyldum sjerpanna sem létust skammarlega lágar bætur. Að sögn Vilborgar er fjallið enn opið, en hún ákvað þó að fara ekki upp á tindinn til að styðja við bakið á sjerpunum. „Mér fannst það bara skýrt að þeir vildu ekki halda áfram. Ef staðan er svoleiðis þá finnst mér það ekki mitt að halda áfram í þeirri aðstöðu, bara koma aftur síðar.“ Vilborg er sátt við ferðina þó hún hafi ekki náð markmiði sínu. „Í þessum aðstæðum þá eru vonbrigði mín ekkert í samanburði við það sem sjerparnir og þeirra fjölskyldur hafa þurft að ganga í gegnum. Maður býr alltaf að svona undirbúning. Hann er ekki ónýtur. En það er lífreynsla að upplifa svona slys og maður þarf að vinna úr því og vel.“
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira