Sonur Rúna Júl ætlar að velta sitjandi stjórn Keflavíkur úr sessi Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2015 15:00 Keflvíkingar fá annaðhvort nýjan formann (Baldur Guðmundsson fyrir ofan) eða halda sitjandi formanni (Þorsteinn Magnússon að neðan) á aðalfundi í kvöld. vísir/daníel/facebook/keflavik.is Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur berst fyrir lífi sínu á aðalfundi deildarinnar í kvöld, en hún mun fá mótframboð í fyrsta sinn síðan hún tók við árið 2008. Baldur Þórir Guðmundsson, sonur Guðmundar Rúnars Júlíussonar, fótbolta- og rokkgoðsagnar, ætlar upp á móti Þorsteini Magnússyni í formannsframboð og taka með sér nýja menn í stjórnina. „Eftir fjölda áskoranna sem borist hafa síðustu ár þá ákvað ég um helgina að skila inn framboði til formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur,“ segir Baldur í yfirlýsingu á stuðningsmannasíðu Keflavíkur á Facebook. „Þrýstingur á að taka þessa ákvörðun hefur aukist síðustu misseri en myndast hefur hópur manna með nýjar hugmyndir sem vilja leggja hönd á plóg í störfum knattspyrnudeildarinnar.“ „Að gefnu tilefni skal tekið fram að þessi áhugi okkar okkar sem vilja fá sæti við borðið og starfa í þágu deildarinnar er með engu móti atlaga að sitjandi stjórn. Þvert á móti viljum við létta á mönnum sem setið hafa lengi og koma í staðinn með nýtt ferskt blóð inn í starfið.“ Núverandi stjórn hefur engan áhuga á að víkja frá störfum og hafa stjórnarmenn skrifað pistla í Víkurfréttir í vikunni og minnt á sín góðu störf fyrir félagið. Í pistli sem formaðurinn skrifaði í gær segir hann rekstur deildarinnar aldrei hafa verið stöðugari. „Árið 2008 var nýr formaður sem tók við keflinu hjá Knattspyrnudeildinni í Keflavík. Hafði þá verið leitað að nýjum formanni um nokkurt skeið en verkefnið var gríðarlega krefjandi. Eftir að hafa setið sem formaður unglingaráðs og varaformaður knattspyrnudeildarinnar nokkrum árum áður, var undirritaður beðinn um að taka að sér þetta krefjandi verkefni,“ segir hann og bætir við meðal annars: „Núverandi stjórn mun leggja af störfum einn daginn, en sá dagur er ekki runninn upp. Undirritaður hefur mikinn hug á að hefja sitt 20. stjórnarár hjá knattspyrnudeildinni og hef ég og mín fjölskylda lagt mikið á okkur fyrir Keflavík. Starf okkar síðustu ár hefur verið til fyrirmyndar. Rekstur og öll umgjörð er eins og best verður á kosið eftir þrotlausa vinnu.“ Þorsteinn sinnir starfi framkvæmdastjóra samhliða því að vera formaður deildarinnar, en samkvæmt heimldum Vísis ætlar ný stjórn að breyta því fyrirkomulagi. Formaður og framkvæmdastjóri eiga ekki að vera sami maðurinn. Einar Helgi Aðalbjörnsson, ritari núverandi stjórnar, skrifaði pistil í Víkurfréttir í fyrradag þar sem hann segir vinnuna í kringum starfið svo mikið að hann hafi þurft að leggja önnur áhugamál til hliðar. „Það er mjög gefandi að taka þátt í svona starfi en maður verður að átta sig á að meðfram svona starfi er ekki tími fyrir annað hobbý, ég lét t.d golfkylfunar í bílskúrinn,“ segir Einar Helgi, en hann er sammála sitjandi formanni um að ekki sé kominn tími á nýtt blóð. „Auðvitað kemur að því að aðrir og nýir aðilar taki við stjórnartaumunum en ég tel að það þurfi samt visst uppeldi og reynslu áður. Ég hefði kosið með tilliti til knattspyrnunnar hér í Keflavík að menn hefðu komið inn í starf deildarinnar til að sjá og læra út á hvað þetta gengur. Þetta lærist ekki á hálftíma,“ segir Einar Helgi.Uppfært 15.25: Í athugasemdakerfinu hér að neðan gerir Baldur athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar og segist ekki ætla „ryðja burt stjórninni.“ „Hef eingöngu áhuga á að bætast í liðið sem formaður og taka 1-2 nýja með mér til að fríska upp á góða stjórn. Lykilatriðið er að aðskilja hlutverk formanns og framkvæmdastjóra,“ segir hann og bætir við: „Það þarf enginn að leggja niður störf í þágu knattspyrnunnar í Keflavík þó ég komi inn á völlinn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur berst fyrir lífi sínu á aðalfundi deildarinnar í kvöld, en hún mun fá mótframboð í fyrsta sinn síðan hún tók við árið 2008. Baldur Þórir Guðmundsson, sonur Guðmundar Rúnars Júlíussonar, fótbolta- og rokkgoðsagnar, ætlar upp á móti Þorsteini Magnússyni í formannsframboð og taka með sér nýja menn í stjórnina. „Eftir fjölda áskoranna sem borist hafa síðustu ár þá ákvað ég um helgina að skila inn framboði til formanns knattspyrnudeildar Keflavíkur,“ segir Baldur í yfirlýsingu á stuðningsmannasíðu Keflavíkur á Facebook. „Þrýstingur á að taka þessa ákvörðun hefur aukist síðustu misseri en myndast hefur hópur manna með nýjar hugmyndir sem vilja leggja hönd á plóg í störfum knattspyrnudeildarinnar.“ „Að gefnu tilefni skal tekið fram að þessi áhugi okkar okkar sem vilja fá sæti við borðið og starfa í þágu deildarinnar er með engu móti atlaga að sitjandi stjórn. Þvert á móti viljum við létta á mönnum sem setið hafa lengi og koma í staðinn með nýtt ferskt blóð inn í starfið.“ Núverandi stjórn hefur engan áhuga á að víkja frá störfum og hafa stjórnarmenn skrifað pistla í Víkurfréttir í vikunni og minnt á sín góðu störf fyrir félagið. Í pistli sem formaðurinn skrifaði í gær segir hann rekstur deildarinnar aldrei hafa verið stöðugari. „Árið 2008 var nýr formaður sem tók við keflinu hjá Knattspyrnudeildinni í Keflavík. Hafði þá verið leitað að nýjum formanni um nokkurt skeið en verkefnið var gríðarlega krefjandi. Eftir að hafa setið sem formaður unglingaráðs og varaformaður knattspyrnudeildarinnar nokkrum árum áður, var undirritaður beðinn um að taka að sér þetta krefjandi verkefni,“ segir hann og bætir við meðal annars: „Núverandi stjórn mun leggja af störfum einn daginn, en sá dagur er ekki runninn upp. Undirritaður hefur mikinn hug á að hefja sitt 20. stjórnarár hjá knattspyrnudeildinni og hef ég og mín fjölskylda lagt mikið á okkur fyrir Keflavík. Starf okkar síðustu ár hefur verið til fyrirmyndar. Rekstur og öll umgjörð er eins og best verður á kosið eftir þrotlausa vinnu.“ Þorsteinn sinnir starfi framkvæmdastjóra samhliða því að vera formaður deildarinnar, en samkvæmt heimldum Vísis ætlar ný stjórn að breyta því fyrirkomulagi. Formaður og framkvæmdastjóri eiga ekki að vera sami maðurinn. Einar Helgi Aðalbjörnsson, ritari núverandi stjórnar, skrifaði pistil í Víkurfréttir í fyrradag þar sem hann segir vinnuna í kringum starfið svo mikið að hann hafi þurft að leggja önnur áhugamál til hliðar. „Það er mjög gefandi að taka þátt í svona starfi en maður verður að átta sig á að meðfram svona starfi er ekki tími fyrir annað hobbý, ég lét t.d golfkylfunar í bílskúrinn,“ segir Einar Helgi, en hann er sammála sitjandi formanni um að ekki sé kominn tími á nýtt blóð. „Auðvitað kemur að því að aðrir og nýir aðilar taki við stjórnartaumunum en ég tel að það þurfi samt visst uppeldi og reynslu áður. Ég hefði kosið með tilliti til knattspyrnunnar hér í Keflavík að menn hefðu komið inn í starf deildarinnar til að sjá og læra út á hvað þetta gengur. Þetta lærist ekki á hálftíma,“ segir Einar Helgi.Uppfært 15.25: Í athugasemdakerfinu hér að neðan gerir Baldur athugasemd við fyrirsögn fréttarinnar og segist ekki ætla „ryðja burt stjórninni.“ „Hef eingöngu áhuga á að bætast í liðið sem formaður og taka 1-2 nýja með mér til að fríska upp á góða stjórn. Lykilatriðið er að aðskilja hlutverk formanns og framkvæmdastjóra,“ segir hann og bætir við: „Það þarf enginn að leggja niður störf í þágu knattspyrnunnar í Keflavík þó ég komi inn á völlinn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki