Sigmundur Davíð sem Adolf Hitler í væntanlegri leiksýningu Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2015 16:34 Ef að líkum lætur mun væntanleg uppsetning á Illsku ekki vera Framsóknarmönnum að skapi. Vigdís segir umræðuna löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk. Leikhópurinn Óskabörn Ógæfunnar munu á árinu setja upp leiksýninguna Illska sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Á Facebooksíðu hópsins segir að auglýst verði síðar hvar, hvenær og hvernig en ljóst sé að þetta sé nokkuð sem er að fara að gerast. „Það eina sem við getum sagt er að þetta verður rosalegt.“ Leikhópurinn hefur þegar látið til sín taka í íslensku leikhúslífi og setti upp Bláskjá, sýningu sem byggir á leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, sem sló í gegn og er rómuð. Líkast til er það ekki orðum aukið, að sýningin verður rosaleg en Illska Eiríks Arnar fjallar um uppgang nasisma en á síðu hópsins getur að líta mynd sem gera má ráð fyrir að sé plakat til að fylgja sýningunni úr hlaði. Vísi tókst ekki að ná tali af leikstjóranum Vigni Rafni Valþórssyni til að fá hann til að útskýra nánar hvernig það megi vera að myndin á plakatinu er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með Hitler-skegg? Ekki er óvarlegt að ætla að uppfærslan verði með skírskotun til íslensks raunveruleika, en í því sambandi má nefna að talsverð umræða hefur geisað um meint líkindi Framsóknarflokksins og popúlískra flokka í Evrópu, hvað svo sem segja má um hversu trúverðugar þær kenningar mega heita. Vísir bar þetta og myndina undir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sagði: „No komment, þetta dæmir sig sjálft,“ og er þá að tala um plakat leikhópsins. Þegar hún var innt eftir því hvort þarna væri hugsanlega verið að fara yfir einhver mörk, þá með að stilla Sigmundi Davíð upp sem Adolf Hitler, segir Vigdís: „Hvar sem ég kem er fólki algerlega farið að blöskra umræðan sem hefur skapast í kringum Framsóknarflokkinn síðastliðin ár. Að mínu mati er umræðan löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk sem speglast í því að ákveðinn hópur í samfélaginu viðurkennir ekki úrslit síðustu alþingiskosninga og beitir öllum tiltækum ráðum til að sverta flokkinn.“ Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Leikhópurinn Óskabörn Ógæfunnar munu á árinu setja upp leiksýninguna Illska sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Á Facebooksíðu hópsins segir að auglýst verði síðar hvar, hvenær og hvernig en ljóst sé að þetta sé nokkuð sem er að fara að gerast. „Það eina sem við getum sagt er að þetta verður rosalegt.“ Leikhópurinn hefur þegar látið til sín taka í íslensku leikhúslífi og setti upp Bláskjá, sýningu sem byggir á leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, sem sló í gegn og er rómuð. Líkast til er það ekki orðum aukið, að sýningin verður rosaleg en Illska Eiríks Arnar fjallar um uppgang nasisma en á síðu hópsins getur að líta mynd sem gera má ráð fyrir að sé plakat til að fylgja sýningunni úr hlaði. Vísi tókst ekki að ná tali af leikstjóranum Vigni Rafni Valþórssyni til að fá hann til að útskýra nánar hvernig það megi vera að myndin á plakatinu er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með Hitler-skegg? Ekki er óvarlegt að ætla að uppfærslan verði með skírskotun til íslensks raunveruleika, en í því sambandi má nefna að talsverð umræða hefur geisað um meint líkindi Framsóknarflokksins og popúlískra flokka í Evrópu, hvað svo sem segja má um hversu trúverðugar þær kenningar mega heita. Vísir bar þetta og myndina undir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sagði: „No komment, þetta dæmir sig sjálft,“ og er þá að tala um plakat leikhópsins. Þegar hún var innt eftir því hvort þarna væri hugsanlega verið að fara yfir einhver mörk, þá með að stilla Sigmundi Davíð upp sem Adolf Hitler, segir Vigdís: „Hvar sem ég kem er fólki algerlega farið að blöskra umræðan sem hefur skapast í kringum Framsóknarflokkinn síðastliðin ár. Að mínu mati er umræðan löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk sem speglast í því að ákveðinn hópur í samfélaginu viðurkennir ekki úrslit síðustu alþingiskosninga og beitir öllum tiltækum ráðum til að sverta flokkinn.“
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent