Sigmundur Davíð sem Adolf Hitler í væntanlegri leiksýningu Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2015 16:34 Ef að líkum lætur mun væntanleg uppsetning á Illsku ekki vera Framsóknarmönnum að skapi. Vigdís segir umræðuna löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk. Leikhópurinn Óskabörn Ógæfunnar munu á árinu setja upp leiksýninguna Illska sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Á Facebooksíðu hópsins segir að auglýst verði síðar hvar, hvenær og hvernig en ljóst sé að þetta sé nokkuð sem er að fara að gerast. „Það eina sem við getum sagt er að þetta verður rosalegt.“ Leikhópurinn hefur þegar látið til sín taka í íslensku leikhúslífi og setti upp Bláskjá, sýningu sem byggir á leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, sem sló í gegn og er rómuð. Líkast til er það ekki orðum aukið, að sýningin verður rosaleg en Illska Eiríks Arnar fjallar um uppgang nasisma en á síðu hópsins getur að líta mynd sem gera má ráð fyrir að sé plakat til að fylgja sýningunni úr hlaði. Vísi tókst ekki að ná tali af leikstjóranum Vigni Rafni Valþórssyni til að fá hann til að útskýra nánar hvernig það megi vera að myndin á plakatinu er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með Hitler-skegg? Ekki er óvarlegt að ætla að uppfærslan verði með skírskotun til íslensks raunveruleika, en í því sambandi má nefna að talsverð umræða hefur geisað um meint líkindi Framsóknarflokksins og popúlískra flokka í Evrópu, hvað svo sem segja má um hversu trúverðugar þær kenningar mega heita. Vísir bar þetta og myndina undir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sagði: „No komment, þetta dæmir sig sjálft,“ og er þá að tala um plakat leikhópsins. Þegar hún var innt eftir því hvort þarna væri hugsanlega verið að fara yfir einhver mörk, þá með að stilla Sigmundi Davíð upp sem Adolf Hitler, segir Vigdís: „Hvar sem ég kem er fólki algerlega farið að blöskra umræðan sem hefur skapast í kringum Framsóknarflokkinn síðastliðin ár. Að mínu mati er umræðan löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk sem speglast í því að ákveðinn hópur í samfélaginu viðurkennir ekki úrslit síðustu alþingiskosninga og beitir öllum tiltækum ráðum til að sverta flokkinn.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Leikhópurinn Óskabörn Ógæfunnar munu á árinu setja upp leiksýninguna Illska sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Á Facebooksíðu hópsins segir að auglýst verði síðar hvar, hvenær og hvernig en ljóst sé að þetta sé nokkuð sem er að fara að gerast. „Það eina sem við getum sagt er að þetta verður rosalegt.“ Leikhópurinn hefur þegar látið til sín taka í íslensku leikhúslífi og setti upp Bláskjá, sýningu sem byggir á leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, sem sló í gegn og er rómuð. Líkast til er það ekki orðum aukið, að sýningin verður rosaleg en Illska Eiríks Arnar fjallar um uppgang nasisma en á síðu hópsins getur að líta mynd sem gera má ráð fyrir að sé plakat til að fylgja sýningunni úr hlaði. Vísi tókst ekki að ná tali af leikstjóranum Vigni Rafni Valþórssyni til að fá hann til að útskýra nánar hvernig það megi vera að myndin á plakatinu er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með Hitler-skegg? Ekki er óvarlegt að ætla að uppfærslan verði með skírskotun til íslensks raunveruleika, en í því sambandi má nefna að talsverð umræða hefur geisað um meint líkindi Framsóknarflokksins og popúlískra flokka í Evrópu, hvað svo sem segja má um hversu trúverðugar þær kenningar mega heita. Vísir bar þetta og myndina undir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sagði: „No komment, þetta dæmir sig sjálft,“ og er þá að tala um plakat leikhópsins. Þegar hún var innt eftir því hvort þarna væri hugsanlega verið að fara yfir einhver mörk, þá með að stilla Sigmundi Davíð upp sem Adolf Hitler, segir Vigdís: „Hvar sem ég kem er fólki algerlega farið að blöskra umræðan sem hefur skapast í kringum Framsóknarflokkinn síðastliðin ár. Að mínu mati er umræðan löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk sem speglast í því að ákveðinn hópur í samfélaginu viðurkennir ekki úrslit síðustu alþingiskosninga og beitir öllum tiltækum ráðum til að sverta flokkinn.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira