Sigmundur Davíð sem Adolf Hitler í væntanlegri leiksýningu Jakob Bjarnar skrifar 12. janúar 2015 16:34 Ef að líkum lætur mun væntanleg uppsetning á Illsku ekki vera Framsóknarmönnum að skapi. Vigdís segir umræðuna löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk. Leikhópurinn Óskabörn Ógæfunnar munu á árinu setja upp leiksýninguna Illska sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Á Facebooksíðu hópsins segir að auglýst verði síðar hvar, hvenær og hvernig en ljóst sé að þetta sé nokkuð sem er að fara að gerast. „Það eina sem við getum sagt er að þetta verður rosalegt.“ Leikhópurinn hefur þegar látið til sín taka í íslensku leikhúslífi og setti upp Bláskjá, sýningu sem byggir á leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, sem sló í gegn og er rómuð. Líkast til er það ekki orðum aukið, að sýningin verður rosaleg en Illska Eiríks Arnar fjallar um uppgang nasisma en á síðu hópsins getur að líta mynd sem gera má ráð fyrir að sé plakat til að fylgja sýningunni úr hlaði. Vísi tókst ekki að ná tali af leikstjóranum Vigni Rafni Valþórssyni til að fá hann til að útskýra nánar hvernig það megi vera að myndin á plakatinu er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með Hitler-skegg? Ekki er óvarlegt að ætla að uppfærslan verði með skírskotun til íslensks raunveruleika, en í því sambandi má nefna að talsverð umræða hefur geisað um meint líkindi Framsóknarflokksins og popúlískra flokka í Evrópu, hvað svo sem segja má um hversu trúverðugar þær kenningar mega heita. Vísir bar þetta og myndina undir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sagði: „No komment, þetta dæmir sig sjálft,“ og er þá að tala um plakat leikhópsins. Þegar hún var innt eftir því hvort þarna væri hugsanlega verið að fara yfir einhver mörk, þá með að stilla Sigmundi Davíð upp sem Adolf Hitler, segir Vigdís: „Hvar sem ég kem er fólki algerlega farið að blöskra umræðan sem hefur skapast í kringum Framsóknarflokkinn síðastliðin ár. Að mínu mati er umræðan löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk sem speglast í því að ákveðinn hópur í samfélaginu viðurkennir ekki úrslit síðustu alþingiskosninga og beitir öllum tiltækum ráðum til að sverta flokkinn.“ Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Leikhópurinn Óskabörn Ógæfunnar munu á árinu setja upp leiksýninguna Illska sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Á Facebooksíðu hópsins segir að auglýst verði síðar hvar, hvenær og hvernig en ljóst sé að þetta sé nokkuð sem er að fara að gerast. „Það eina sem við getum sagt er að þetta verður rosalegt.“ Leikhópurinn hefur þegar látið til sín taka í íslensku leikhúslífi og setti upp Bláskjá, sýningu sem byggir á leikriti Tyrfings Tyrfingssonar, sem sló í gegn og er rómuð. Líkast til er það ekki orðum aukið, að sýningin verður rosaleg en Illska Eiríks Arnar fjallar um uppgang nasisma en á síðu hópsins getur að líta mynd sem gera má ráð fyrir að sé plakat til að fylgja sýningunni úr hlaði. Vísi tókst ekki að ná tali af leikstjóranum Vigni Rafni Valþórssyni til að fá hann til að útskýra nánar hvernig það megi vera að myndin á plakatinu er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með Hitler-skegg? Ekki er óvarlegt að ætla að uppfærslan verði með skírskotun til íslensks raunveruleika, en í því sambandi má nefna að talsverð umræða hefur geisað um meint líkindi Framsóknarflokksins og popúlískra flokka í Evrópu, hvað svo sem segja má um hversu trúverðugar þær kenningar mega heita. Vísir bar þetta og myndina undir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, en hún sagði: „No komment, þetta dæmir sig sjálft,“ og er þá að tala um plakat leikhópsins. Þegar hún var innt eftir því hvort þarna væri hugsanlega verið að fara yfir einhver mörk, þá með að stilla Sigmundi Davíð upp sem Adolf Hitler, segir Vigdís: „Hvar sem ég kem er fólki algerlega farið að blöskra umræðan sem hefur skapast í kringum Framsóknarflokkinn síðastliðin ár. Að mínu mati er umræðan löngu komin út fyrir öll siðsamleg mörk sem speglast í því að ákveðinn hópur í samfélaginu viðurkennir ekki úrslit síðustu alþingiskosninga og beitir öllum tiltækum ráðum til að sverta flokkinn.“
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira