20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2015 10:01 Björgunarsveitarmenn nærast á milli aðgerða í Súðavík i janúar 1995. Mynd/Brynjar Gauti Föstudaginn 16. janúar verða liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu sem féll í Súðavík árið 1995. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju um kvöldið klukkan 20 til minningar um þá sem létu lífið. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun að sögn Sr. Karls V. Matthíassonar, sóknarprests í Guðríðarkirkju. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. Sjá einnig: Aðstandendur þjást af áfallastreitu Minnisvarði í Súðavík um þá sem féllu.Vísir/Anton Brink Sr. Karl segir í samtali við Vísi að samverustundir á borð við þessa hafi farið fram þegar bæði fimm og tíu ár voru liðin frá flóðinu. Þá kom fólk saman í Lágafellskirkju en nú verður stundin í Guðríðarkirkju þar sem Sr. Karl er sóknarprestur. Sr. Karl og Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur, munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Sjá einnig: Tíminn læknar ekki öll sár „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Karl en leggur áherslu á að stundin sé öllum opin. „Stundin er fyrir alla sem vilja votta minningu þessa fólks virðingu sína.“ Samverustundin verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti á föstudagskvöld klukkan 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman. Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01 Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01 Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00 Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Föstudaginn 16. janúar verða liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu sem féll í Súðavík árið 1995. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju um kvöldið klukkan 20 til minningar um þá sem létu lífið. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun að sögn Sr. Karls V. Matthíassonar, sóknarprests í Guðríðarkirkju. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. Sjá einnig: Aðstandendur þjást af áfallastreitu Minnisvarði í Súðavík um þá sem féllu.Vísir/Anton Brink Sr. Karl segir í samtali við Vísi að samverustundir á borð við þessa hafi farið fram þegar bæði fimm og tíu ár voru liðin frá flóðinu. Þá kom fólk saman í Lágafellskirkju en nú verður stundin í Guðríðarkirkju þar sem Sr. Karl er sóknarprestur. Sr. Karl og Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur, munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Sjá einnig: Tíminn læknar ekki öll sár „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Karl en leggur áherslu á að stundin sé öllum opin. „Stundin er fyrir alla sem vilja votta minningu þessa fólks virðingu sína.“ Samverustundin verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti á föstudagskvöld klukkan 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman.
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01 Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01 Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00 Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01
Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01
Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00
Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13