20 ár frá snjóflóðinu í Súðavík: Minnast hinna látnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2015 10:01 Björgunarsveitarmenn nærast á milli aðgerða í Súðavík i janúar 1995. Mynd/Brynjar Gauti Föstudaginn 16. janúar verða liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu sem féll í Súðavík árið 1995. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju um kvöldið klukkan 20 til minningar um þá sem létu lífið. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun að sögn Sr. Karls V. Matthíassonar, sóknarprests í Guðríðarkirkju. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. Sjá einnig: Aðstandendur þjást af áfallastreitu Minnisvarði í Súðavík um þá sem féllu.Vísir/Anton Brink Sr. Karl segir í samtali við Vísi að samverustundir á borð við þessa hafi farið fram þegar bæði fimm og tíu ár voru liðin frá flóðinu. Þá kom fólk saman í Lágafellskirkju en nú verður stundin í Guðríðarkirkju þar sem Sr. Karl er sóknarprestur. Sr. Karl og Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur, munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Sjá einnig: Tíminn læknar ekki öll sár „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Karl en leggur áherslu á að stundin sé öllum opin. „Stundin er fyrir alla sem vilja votta minningu þessa fólks virðingu sína.“ Samverustundin verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti á föstudagskvöld klukkan 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman. Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01 Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01 Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00 Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Föstudaginn 16. janúar verða liðin tuttugu ár frá snjóflóðinu sem féll í Súðavík árið 1995. Af því tilefni verður staðið fyrir samverustund í Guðríðarkirkju um kvöldið klukkan 20 til minningar um þá sem létu lífið. Fjórtán manns fórust þennan dag, börn sem fullorðnir og verður þeirra minnst ásamt því sem beðið verður fyrir styrk og blessun að sögn Sr. Karls V. Matthíassonar, sóknarprests í Guðríðarkirkju. Snjóflóðið, sem var rúmlega 200 metra breitt, féll klukkan 6:25 á miðja byggðina í Súðavík og tók með sér 15 íbúðarhús. Í þeim voru 26 manns og fórust 14 þeirra, þar af átta börn, en 12 manns tókst að bjarga. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. Sjá einnig: Aðstandendur þjást af áfallastreitu Minnisvarði í Súðavík um þá sem féllu.Vísir/Anton Brink Sr. Karl segir í samtali við Vísi að samverustundir á borð við þessa hafi farið fram þegar bæði fimm og tíu ár voru liðin frá flóðinu. Þá kom fólk saman í Lágafellskirkju en nú verður stundin í Guðríðarkirkju þar sem Sr. Karl er sóknarprestur. Sr. Karl og Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur, munu leiða samverustundina en báðir voru þeir prestar á Vestfjörðum á sínum tíma. Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra koma einnig að stundinni auk þess sem Fjallabræður og Svavar Knútur munu flytja tónlist. Sjá einnig: Tíminn læknar ekki öll sár „Þetta varðar svo marga eins og til dæmis björgunarsveitarmennina sem komu að þessu á sínum tíma,“ segir Karl en leggur áherslu á að stundin sé öllum opin. „Stundin er fyrir alla sem vilja votta minningu þessa fólks virðingu sína.“ Samverustundin verður í Guðríðarkirkju í Grafarholti á föstudagskvöld klukkan 20. Að henni lokinni gefst fólki kostur á fá sér sæti og spjalla saman.
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Snjóflóð á Íslandi Tengdar fréttir Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01 Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01 Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00 Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Tíu ár frá snjóflóðinu í Súðavík Á morgun eru tíu ár liðin frá snjóflóðunum í Súðavík sem hrifu með sér fjórtán mannslíf. Tólf slösuðust en þrjátíu og fjórir björguðust. 15. janúar 2005 00:01
Tíminn læknar ekki öll sár Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri. 15. janúar 2005 00:01
Rannsakar þolendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri Margir þeirra sem lentu í snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri fyrir 16 árum og aðstandendur þeirra þjást enn af áfallastreituröskun og öðrum kvillum sem rekja má til hamfaranna. Þetta kemur fram í nýrri doktorsritgerð Eddu Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum og sálfræði við Háskóla Íslands. 14. október 2011 20:00
Fimmtán ár frá snjóflóðinu í Súðavík Í dag eru 15 ár frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að 14 manns fórust. Húsin sem flóðið féll á stóðu flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða. 16. janúar 2010 18:13