Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 11:53 Framkvæmdastjóri SA segir stöðuna á vinnumarkaði grafalvarlega og að 30 % launahækkun yfir línuna væri ávísun á kollsteypu hagkerfisins með gengisfellingum og óðaverðbólgu. mynd/SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira