Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 11:53 Framkvæmdastjóri SA segir stöðuna á vinnumarkaði grafalvarlega og að 30 % launahækkun yfir línuna væri ávísun á kollsteypu hagkerfisins með gengisfellingum og óðaverðbólgu. mynd/SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira