Enski boltinn

Lánsmaðurinn hetja Southampton | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elia kom til Southampton frá Werder Bremen.
Elia kom til Southampton frá Werder Bremen. vísir/getty
Lánsmaðurinn Elijero Elia var hetja Southampton þegar liðið vann 1-2 útisigur á Newcastle United á St James' Park. Þetta voru fyrstu mörk Hollendingsins fyrir Southampton, en hann kom til liðsins á láni frá Werder Bremen.

Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan

Þetta var þriðji deildarsigur Dýrlingana í þremur leikjum á árinu 2015, en með honum endurheimti liðið þriðja sæti úrvalsdeildarinnar.

Elia kom Southampton yfir á 14. mínútu þegar hann skoraði framhjá landa sínum, Tim Krul, í marki Newcastle.

Yoan Gouffran jafnaði metin á 29. mínútu með skrautlegu marki og þannig var staðan fram á 62. mínútu þegar Elia skoraði sitt annað mark eftir sendingu frá varamanninum Shane Long.

Eftir sigurinn er Southampton með 42 stig í 3. sætinu, en Newcastle, sem er enn án knattspyrnustjóra eftir að Alan Pardew fór til Crystal Palace, hefur tapað tveimur leikjum í röð og er í 11. sæti með 27 stig.

Newcastle 0-1 Southampton Newcastle 1-1 Southampton Newcastle 1-2 Southampton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×