Uppsögnin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. janúar 2015 18:30 Sólveig Hlín Sigurðardóttir. „Þetta er leiðindamál,“ segir Sólveig Hlín Sigurðardóttir, fyrrverandi forstöðukona Reykjadals, sem segir að framkvæmdastjóri styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hafi afhent henni uppsagnarbréf daginn sem hún snéri aftur til vinnu eftir fæðingarorlof. Málið hefur vakið athygli í dag en Össur Skarphéðinsson þingmaður gerði málið að umtalsefni á Facebook í morgun.Stéttarfélagið komið i máliðSólveig segir að uppsögnin hafi komið sem þruma úr heiðskýru lofti. „Framkvæmdastjórinn gerir þetta daginn sem ég held að ég sé að koma aftur til vinnu. Kallar mig inn á fund, þar sem ég býst ekki við neinu öðru en að fá gögn í hendurnar, aðgang að tölvupóstinum og tölvuna til baka, en þá kemur hann með þetta og segir að það væri hreinlegast ef ég segði upp sjálf,“ segir Sólveig. Hún segist ekki hafa tekið því boði. „Af hverju ætti ég að segja upp starfi sem ég hef hreinlega helgað mig algjörlega, bæði af lífi og sál?“ Vísir hafði eftir heimildum fyrr í dag að ágreiningur hafi komið upp á milli Sólveigar og Vilmundar. Sólveig vill ekki tjá sig um ágreiningin en staðfestir að brestir hafi komið í samskipti hennar og framkvæmdastjórans. Hún segist þó vel hafa getað unnið með Vilmundi. „Þetta kemur mér á óvart. Það kemur mér virkilega á óvart að það er ekki búið að reyna á samstarf eftir þennan ágreining sem þarna var um að ræða,“ segir hún. „Ég fer í fæðingarorlof og þann sama dag og ég kem aftur er mér sagt upp.“Erfitt að faraGreint var frá því í morgun að um 70 manns hafi mótmælt uppsögn Sólveigar og sent stjórn styrktarfélagsins bréf. Þetta staðfesti Vilmundur í samtali við Vísi í morgun, þar sem hann vildi ekki gefa neinar skýringar á uppsögninni. Sólveig segist gríðarlega þakklát samstarfsfólki sínu í Reykjadal og stuðninginn sem henni hefur verið sýndur. „Það er ómetanlegt að vera með svona svakalega flottan starfsmannahóp að baki sér,“ segir hún og bætir við að henni sárni að fá ekki að kveðja fólkið sem hún hefur unnið með og gesti sumarbúðanna sem sumir hafi fylgt henni öll fjórtán árin í starfi. „Ég er búin að vera með stóran hóp af gestum, krökkum og börnum, sem ég er búin að fylgja í fjórtán ár sem ég hef ekki einu sinni tækifæri á að kveðja.“Engar skýringarSólveig segist ekki hafa fengið skýringar á uppsögninni og að engar athugasemdir hafi verið gerðar við hennar störf. „Ég fæ engar skýringar og þegar ég geng á eftir því, eftir sextán ára starf og sex ára starf sem forstöðukona, fæ ég ekki haldbærar skýringar á því annað en að þetta séu breytingar. Ég hef aldrei fengið ábendingar um það sem betur mætti fara, það sem er ábótavant,“ segir hún og vísar til þess að þjónustukannanir sýni ánægju með starfið. Þá hafnar hún því að hafa aðeins verið ráðin til eins árs í senn og að ráðningin hafi einfaldlega runnið út. Bendir hún á að í uppsagnarbréfinu, sem titlað er þannig, sé henni veittur þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá og með næstu mánaðarmótum. Tengdar fréttir Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17 Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
„Þetta er leiðindamál,“ segir Sólveig Hlín Sigurðardóttir, fyrrverandi forstöðukona Reykjadals, sem segir að framkvæmdastjóri styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hafi afhent henni uppsagnarbréf daginn sem hún snéri aftur til vinnu eftir fæðingarorlof. Málið hefur vakið athygli í dag en Össur Skarphéðinsson þingmaður gerði málið að umtalsefni á Facebook í morgun.Stéttarfélagið komið i máliðSólveig segir að uppsögnin hafi komið sem þruma úr heiðskýru lofti. „Framkvæmdastjórinn gerir þetta daginn sem ég held að ég sé að koma aftur til vinnu. Kallar mig inn á fund, þar sem ég býst ekki við neinu öðru en að fá gögn í hendurnar, aðgang að tölvupóstinum og tölvuna til baka, en þá kemur hann með þetta og segir að það væri hreinlegast ef ég segði upp sjálf,“ segir Sólveig. Hún segist ekki hafa tekið því boði. „Af hverju ætti ég að segja upp starfi sem ég hef hreinlega helgað mig algjörlega, bæði af lífi og sál?“ Vísir hafði eftir heimildum fyrr í dag að ágreiningur hafi komið upp á milli Sólveigar og Vilmundar. Sólveig vill ekki tjá sig um ágreiningin en staðfestir að brestir hafi komið í samskipti hennar og framkvæmdastjórans. Hún segist þó vel hafa getað unnið með Vilmundi. „Þetta kemur mér á óvart. Það kemur mér virkilega á óvart að það er ekki búið að reyna á samstarf eftir þennan ágreining sem þarna var um að ræða,“ segir hún. „Ég fer í fæðingarorlof og þann sama dag og ég kem aftur er mér sagt upp.“Erfitt að faraGreint var frá því í morgun að um 70 manns hafi mótmælt uppsögn Sólveigar og sent stjórn styrktarfélagsins bréf. Þetta staðfesti Vilmundur í samtali við Vísi í morgun, þar sem hann vildi ekki gefa neinar skýringar á uppsögninni. Sólveig segist gríðarlega þakklát samstarfsfólki sínu í Reykjadal og stuðninginn sem henni hefur verið sýndur. „Það er ómetanlegt að vera með svona svakalega flottan starfsmannahóp að baki sér,“ segir hún og bætir við að henni sárni að fá ekki að kveðja fólkið sem hún hefur unnið með og gesti sumarbúðanna sem sumir hafi fylgt henni öll fjórtán árin í starfi. „Ég er búin að vera með stóran hóp af gestum, krökkum og börnum, sem ég er búin að fylgja í fjórtán ár sem ég hef ekki einu sinni tækifæri á að kveðja.“Engar skýringarSólveig segist ekki hafa fengið skýringar á uppsögninni og að engar athugasemdir hafi verið gerðar við hennar störf. „Ég fæ engar skýringar og þegar ég geng á eftir því, eftir sextán ára starf og sex ára starf sem forstöðukona, fæ ég ekki haldbærar skýringar á því annað en að þetta séu breytingar. Ég hef aldrei fengið ábendingar um það sem betur mætti fara, það sem er ábótavant,“ segir hún og vísar til þess að þjónustukannanir sýni ánægju með starfið. Þá hafnar hún því að hafa aðeins verið ráðin til eins árs í senn og að ráðningin hafi einfaldlega runnið út. Bendir hún á að í uppsagnarbréfinu, sem titlað er þannig, sé henni veittur þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá og með næstu mánaðarmótum.
Tengdar fréttir Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17 Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17
Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24