Nýárinu fagnað um heim allan Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. janúar 2015 11:56 Mismunandi eru fagnaðarhöldin í heiminum. Fréttablaðið/AP Árið 2014 var kvatt um heim allan í gær á mismunandi máta. Heimsbyggðin tók á móti nýju ári með tónlistaratriðum, flugeldum og dansi.Taylor Swift söng íbúa New York borgar inn í nýja árið í nótt en þar í borg er fjölmennur nýársfögnuður haldinn ár hvert á Times Square. Viðeigandi þykir að Swift hafi verið fengin til að flytja lag enda var hún einn vinsælasti tónlistarmaður heims á árinu 2014. Hún vakti mikla athygli þegar hún lét fjarlægja tónlist sína af Spotify.Vísir/APStórkostlega flugeldasýningu mátti sjá yfir Óperuhúsinu í Sydney þegar nýja árið var boðið velkomið. Þúsundir manna sóttu hátíðarhöldin sem haldin eru árlega við höfnina í Sydney.Vísir/APForseti Sýrlands, Bashar Assad, hitti sýrlensk herlið sem berjast í fremstu víglínu í austurhluta Damaskus. Forsetinn heimsækir herliðin á staðnum ekki oft en varði með þeim gamlárskvöldi í ár á átakasvæðinu þar sem borgarastyrjöld hefur geysað í fjögur ár.Vísir/APKarlmenn klæddir sem konur sjást hér taka þátt í “Viudas del año Viejo” eða hefðinni "Ekkja gamla ársins" í Quito Ekvador. Þar fara karlmenn um göturnar í kvenmannsfötum og dansa og syngja fyrir bílstjóra. Hefðin á einungis við um karlmenn og fá þeir gjarnan klink fyrir uppátækið.Vísir/APFrancis páfi kyssir styttu af Jesúbarninu þar sem hann fagnaði nýja árinu í Sankti Péturs Basilíku í Vatíkaninu í gær. Í messunni var spilaður sálmurinn "Te Deum" samkvæmt hefð og markar hann síðustu opinberu heimsókn páfans á árinu.Vísir/APHér sjást meðlimir Rodriquez fjölskyldunnar í Kúbu elda svín á teini sem er leið flestra Kúbubúa til að kveðja gamla árið. Fréttablaðið/APÞessi einstaka mynd náðist af börnum í Pakistan sem léku sér þegar sólin settist í síðasta sinn á árinu. Börnin fögnuðu nýja árinu ekki með ættbálkum sínum en vegna stríðsátaka á svæðinu höfðu þau orðið viðskila við hópinn. Í staðinn léku þau sér á svæði milli hermanna og öryggissveita. Fréttablaðið/AP Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Árið 2014 var kvatt um heim allan í gær á mismunandi máta. Heimsbyggðin tók á móti nýju ári með tónlistaratriðum, flugeldum og dansi.Taylor Swift söng íbúa New York borgar inn í nýja árið í nótt en þar í borg er fjölmennur nýársfögnuður haldinn ár hvert á Times Square. Viðeigandi þykir að Swift hafi verið fengin til að flytja lag enda var hún einn vinsælasti tónlistarmaður heims á árinu 2014. Hún vakti mikla athygli þegar hún lét fjarlægja tónlist sína af Spotify.Vísir/APStórkostlega flugeldasýningu mátti sjá yfir Óperuhúsinu í Sydney þegar nýja árið var boðið velkomið. Þúsundir manna sóttu hátíðarhöldin sem haldin eru árlega við höfnina í Sydney.Vísir/APForseti Sýrlands, Bashar Assad, hitti sýrlensk herlið sem berjast í fremstu víglínu í austurhluta Damaskus. Forsetinn heimsækir herliðin á staðnum ekki oft en varði með þeim gamlárskvöldi í ár á átakasvæðinu þar sem borgarastyrjöld hefur geysað í fjögur ár.Vísir/APKarlmenn klæddir sem konur sjást hér taka þátt í “Viudas del año Viejo” eða hefðinni "Ekkja gamla ársins" í Quito Ekvador. Þar fara karlmenn um göturnar í kvenmannsfötum og dansa og syngja fyrir bílstjóra. Hefðin á einungis við um karlmenn og fá þeir gjarnan klink fyrir uppátækið.Vísir/APFrancis páfi kyssir styttu af Jesúbarninu þar sem hann fagnaði nýja árinu í Sankti Péturs Basilíku í Vatíkaninu í gær. Í messunni var spilaður sálmurinn "Te Deum" samkvæmt hefð og markar hann síðustu opinberu heimsókn páfans á árinu.Vísir/APHér sjást meðlimir Rodriquez fjölskyldunnar í Kúbu elda svín á teini sem er leið flestra Kúbubúa til að kveðja gamla árið. Fréttablaðið/APÞessi einstaka mynd náðist af börnum í Pakistan sem léku sér þegar sólin settist í síðasta sinn á árinu. Börnin fögnuðu nýja árinu ekki með ættbálkum sínum en vegna stríðsátaka á svæðinu höfðu þau orðið viðskila við hópinn. Í staðinn léku þau sér á svæði milli hermanna og öryggissveita. Fréttablaðið/AP
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira