Sprenging í Bergstaðastræti: „Toppframleiðandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. janúar 2015 15:34 "Þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir framkvæmdastjóri KR-flugelda um málið. „Okkar tryggingafélag er að skoða málið,“ segir Lúðvík Georgsson, framkvæmdastjóri KR-flugelda, sem flutti inn flugeldaköku sem sprakk með miklum látum í Bergstaðastræti um áramótin. Rætt var við Guðmund Aðalsteinsson, íbúa í Bergstaðastræti, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sem keypti þessa flugeldaköku. Á henni var tendrað skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöldi og reyndist hún vel í byrjun en sprakk síðan með þeim afleiðingum að Guðmundur skarst á andliti, tvö börn fengu skrámur og tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. „Niðurstaðan er sú að þarna er gölluð kaka sem springur eftir nokkur skot. Flugeldar eru ansi mikil handavinna, það er bara með öll mannanna verk að það geta reynst gallagripir sama hvað menn gera hlutina vel og þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir Lúðvík við Vísi um málið en hann segir KR-flugelda með ábyrgðartryggingu á flugeldunum sem eru fluttir inn.Lúðvík Georgsson með KR-flugelda.Vísir/Páll BergmannLúðvík setti sig í samband við íbúana í Bergstaðastræti sem munu vera í sambandi við tryggingafélagið sitt og tryggingafélag KR-flugelda. Hann segir mestu máli skipta að sýna aðgát við meðferð flugelda. Farið sé til að mynda fram á að menn séu í að minnsta kosti 25 metra fjarlægð frá þessum flugeldakökum eftir að tendrað hefur verið á þeim. Þá standi einnig á kökunni að hún sé eingöngu til notkunar utan húss og á stórum og opnum svæðum. „Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl, það er stóra málið,“ segir Lúðvík. Þessi kaka var flutt inn frá Kína og ætlar Lúðvík að vera í sambandi við framleiðandann vegna þessa atviks. „Það er ekkert sem ég geri í dag eða á morgun, ég hitti hann eftir nokkrar vikur og þá mun ég fara yfir þetta með honum. Við höfum verslað við þennan framleiðanda í 30 ár og hann hefur verið afskaplega traustur. Var meðal annars leiðandi í því að innleiða vestrænar aðferðir við flugeldaframleiðslu í Kína á sínum tíma. Flugeldarnir bötnuðu alveg geysilega, þetta er toppframleiðandi, það er ekki annað hægt að segja.“ Tengdar fréttir Fimm rúður brotnuðu og ljósakróna losnaði Öflug sprengja á Bergstaðastræti. 1. janúar 2015 09:17 Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Okkar tryggingafélag er að skoða málið,“ segir Lúðvík Georgsson, framkvæmdastjóri KR-flugelda, sem flutti inn flugeldaköku sem sprakk með miklum látum í Bergstaðastræti um áramótin. Rætt var við Guðmund Aðalsteinsson, íbúa í Bergstaðastræti, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sem keypti þessa flugeldaköku. Á henni var tendrað skömmu fyrir miðnætti á gamlárskvöldi og reyndist hún vel í byrjun en sprakk síðan með þeim afleiðingum að Guðmundur skarst á andliti, tvö börn fengu skrámur og tjón varð á nærliggjandi húsum og bílum. „Niðurstaðan er sú að þarna er gölluð kaka sem springur eftir nokkur skot. Flugeldar eru ansi mikil handavinna, það er bara með öll mannanna verk að það geta reynst gallagripir sama hvað menn gera hlutina vel og þarna er kakan gölluð þegar verið er að skjóta henni upp,“ segir Lúðvík við Vísi um málið en hann segir KR-flugelda með ábyrgðartryggingu á flugeldunum sem eru fluttir inn.Lúðvík Georgsson með KR-flugelda.Vísir/Páll BergmannLúðvík setti sig í samband við íbúana í Bergstaðastræti sem munu vera í sambandi við tryggingafélagið sitt og tryggingafélag KR-flugelda. Hann segir mestu máli skipta að sýna aðgát við meðferð flugelda. Farið sé til að mynda fram á að menn séu í að minnsta kosti 25 metra fjarlægð frá þessum flugeldakökum eftir að tendrað hefur verið á þeim. Þá standi einnig á kökunni að hún sé eingöngu til notkunar utan húss og á stórum og opnum svæðum. „Aðalatriðið er að þarna urðu ekki alvarleg meiðsl, það er stóra málið,“ segir Lúðvík. Þessi kaka var flutt inn frá Kína og ætlar Lúðvík að vera í sambandi við framleiðandann vegna þessa atviks. „Það er ekkert sem ég geri í dag eða á morgun, ég hitti hann eftir nokkrar vikur og þá mun ég fara yfir þetta með honum. Við höfum verslað við þennan framleiðanda í 30 ár og hann hefur verið afskaplega traustur. Var meðal annars leiðandi í því að innleiða vestrænar aðferðir við flugeldaframleiðslu í Kína á sínum tíma. Flugeldarnir bötnuðu alveg geysilega, þetta er toppframleiðandi, það er ekki annað hægt að segja.“
Tengdar fréttir Fimm rúður brotnuðu og ljósakróna losnaði Öflug sprengja á Bergstaðastræti. 1. janúar 2015 09:17 Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Gölluð Tívolíbomba skapar stórhættu við Bergstaðastræti Flugeldar lýstu upp himininn yfir miðborg Reykjavíkur og þeir sem fylgdust með flugeldunum hjá Hallgrímskirkju höfðu á orði að sjaldan hefði meira verið sprengt. 1. janúar 2015 18:30