Segir heilbrigðisráðherra hafa læðst með veggjum Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2015 09:52 Össur lætur Kristján heyra það á Facebook. Vísir/GVA „Samningar við lækna hafa loksins náðst. Biðlistar hafa lengst verulega, jafnvel svo hundruðum sjúklinga skiptir í sumum tilvikum, þar sem bráðveiku fólki bráðliggur þó á að komast undir lækna hendur,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í stöðufærslu á Facebook. Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið í nótt. Með samningnum er verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa síðan 27. október, lokið. Össur segir að Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherrann, hafi með lævi og snilld tekist að læðast með veggjum, reynt að láta lítið á sér bera og tekist að vísa allri ábyrgð á aðra en hann sjálfan. „Kristján Þór ber eigi að síður ábyrgð á þessari stöðu. Læknaverkfallið var á hans vakt. Biðlistarnir eru á hans faglegu ábyrgð. Ætli hann að komast frá málinu með einhverjum sóma verður hann í samkomulagi við lækna, að setja upp aðgerðaáætlun n um það að vinna niður biðlistana, og koma þeim frá á sem allra skemmstum tíma. Annað er ekki í boði fyrir heilbrigðisráðherrann.“ Þingmaðurinn segir að eyðing verkfallsbiðlistanna kosti fjármagn. „Kristján Þór þarf að ganga í að tryggja þá eigi síðar en nú þegar. Verkfallið dróst svo lengi sem raun ber vitni vegna sleifarlags stjórnvalda. Á meðan var almenningur óttasleginn. Hundruður manna sem verða að komast til rannsókna eða í aðgerðir eru enn uggandi, og þann kvíða þarf Kristján Þór að fjarlægja með því að tryggja fjármagn strax til að kosta eyðingu biðlistanna sem aðgerðarleysi stjórnvalda skapaði,“ segir Össur en liggi ekki slík áætlun fyrir þegar þing kemur saman mun hann leggja fram þingsályktunartillögu um átak til að útrýma biðlistum strax í byrjun þings, og krefjast flýtimeðferðar á á Alþingi. Tengdar fréttir Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 Landlæknir segir Íslendinga ekki eiga að þurfa að búa við svona óöryggi Birgir Jakobsson, nýr landlæknir, segist aldrei á sínum langa ferli hafa staðið frammi fyrir aðstæðum eins og þeim sem verið hafa í íslensku heilbrigðiskerfi. 7. janúar 2015 00:01 Landlæknar og launakjör Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, 7. janúar 2015 09:22 Áherslan nú á kaupmátt allra Ekki verður lengra gengið í að hækka lægstu laun, að sögn SA. Þau hafi hækkað umfram önnur síðustu ár. Flóknir kjarasamningar fram undan án samræmdrar kröfu frá ASÍ. Svigrúm sé til 3 til 4 prósenta hækkunar. 7. janúar 2015 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
„Samningar við lækna hafa loksins náðst. Biðlistar hafa lengst verulega, jafnvel svo hundruðum sjúklinga skiptir í sumum tilvikum, þar sem bráðveiku fólki bráðliggur þó á að komast undir lækna hendur,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í stöðufærslu á Facebook. Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið í nótt. Með samningnum er verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa síðan 27. október, lokið. Össur segir að Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherrann, hafi með lævi og snilld tekist að læðast með veggjum, reynt að láta lítið á sér bera og tekist að vísa allri ábyrgð á aðra en hann sjálfan. „Kristján Þór ber eigi að síður ábyrgð á þessari stöðu. Læknaverkfallið var á hans vakt. Biðlistarnir eru á hans faglegu ábyrgð. Ætli hann að komast frá málinu með einhverjum sóma verður hann í samkomulagi við lækna, að setja upp aðgerðaáætlun n um það að vinna niður biðlistana, og koma þeim frá á sem allra skemmstum tíma. Annað er ekki í boði fyrir heilbrigðisráðherrann.“ Þingmaðurinn segir að eyðing verkfallsbiðlistanna kosti fjármagn. „Kristján Þór þarf að ganga í að tryggja þá eigi síðar en nú þegar. Verkfallið dróst svo lengi sem raun ber vitni vegna sleifarlags stjórnvalda. Á meðan var almenningur óttasleginn. Hundruður manna sem verða að komast til rannsókna eða í aðgerðir eru enn uggandi, og þann kvíða þarf Kristján Þór að fjarlægja með því að tryggja fjármagn strax til að kosta eyðingu biðlistanna sem aðgerðarleysi stjórnvalda skapaði,“ segir Össur en liggi ekki slík áætlun fyrir þegar þing kemur saman mun hann leggja fram þingsályktunartillögu um átak til að útrýma biðlistum strax í byrjun þings, og krefjast flýtimeðferðar á á Alþingi.
Tengdar fréttir Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 Landlæknir segir Íslendinga ekki eiga að þurfa að búa við svona óöryggi Birgir Jakobsson, nýr landlæknir, segist aldrei á sínum langa ferli hafa staðið frammi fyrir aðstæðum eins og þeim sem verið hafa í íslensku heilbrigðiskerfi. 7. janúar 2015 00:01 Landlæknar og launakjör Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, 7. janúar 2015 09:22 Áherslan nú á kaupmátt allra Ekki verður lengra gengið í að hækka lægstu laun, að sögn SA. Þau hafi hækkað umfram önnur síðustu ár. Flóknir kjarasamningar fram undan án samræmdrar kröfu frá ASÍ. Svigrúm sé til 3 til 4 prósenta hækkunar. 7. janúar 2015 07:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00
Landlæknir segir Íslendinga ekki eiga að þurfa að búa við svona óöryggi Birgir Jakobsson, nýr landlæknir, segist aldrei á sínum langa ferli hafa staðið frammi fyrir aðstæðum eins og þeim sem verið hafa í íslensku heilbrigðiskerfi. 7. janúar 2015 00:01
Landlæknar og launakjör Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, 7. janúar 2015 09:22
Áherslan nú á kaupmátt allra Ekki verður lengra gengið í að hækka lægstu laun, að sögn SA. Þau hafi hækkað umfram önnur síðustu ár. Flóknir kjarasamningar fram undan án samræmdrar kröfu frá ASÍ. Svigrúm sé til 3 til 4 prósenta hækkunar. 7. janúar 2015 07:00