Landlæknir segir Íslendinga ekki eiga að þurfa að búa við svona óöryggi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 7. janúar 2015 00:01 Birgir Jakobsson hefur setið nokkra stormasama daga í embætti landlæknis og hafði miklar áhyggjur af öryggi sjúklinga í viðtali sem tekið var í gær áður en samningar náðust í deilunni í nótt. ATH: Viðtalið við landlækni var tekið í gær áður en samningar náðust í deilu lækna við ríkið. „Ég hef aldrei á mínum langa ferli staðið frammi fyrir aðstæðum eins og þessum. Ég taldi heldur ekki að ég myndi gera það en nú er bara að reyna að komast í höfn með þetta,“ segir Birgir Jakobsson, nýr landlæknir Íslendinga sem hefur verið sex daga í embætti á krísutíma í íslensku samfélagi.Viðtalið var tekið við Birgi í gær en þau tíðindi urðu í deilu aðilanna í nótt að samningar náðust. Samningarnir verða kynntir læknum í næstu viku. Birgir er sérfræðingur í barnalækningum og hlaut sérmenntun í Svíþjóð. Hann hefur átt farsælan og langan feril. Fyrst sem barnalæknir og sérfræðingur, seinna sem stjórnandi á sænskum sjúkrahúsum. Nú síðast stýrði hann Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.Engin bein afskipti af samningamálum Staða sjúklinga í því umróti sem verið hefur í heilbrigðiskerfinu síðustu vikurnar er honum mikið umhugsunarefni. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eiga Íslendingar að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. „Þetta er ófremdarástand sem verður að ganga yfir. Það verður að leysa þessa deilu,“ segir Birgir og segir Íslendinga ekki eiga að þurfa að búa við það óöryggi sem nú ríkir.“ Hann segist ekki ætla að beita sér í deilu lækna með öðrum hætti en þeim að fylgjast með afleiðingum verkfallsaðgerða og að öryggi sjúklinga sé tryggt. „Það er hlutverk embættisins að fylgjast með því og hafa samráð við sjúkrahússtofnanir og aðra sem eru í verkfallsaðgerðum. Við höfum engin bein afskipti af samningamálum eða slíku. Ég hef notað hvert tækifæri sem ég hef fengið til að lýsa þeim áhyggjum sem ég hef. Þær eru miklar, því lengur sem verkfallsaðgerðir standa yfir, þeim mun hættara er öryggi sjúklinga. Þetta er mjög alvarlegt mál.“Hafði miklar áhyggjur En er hægt að segja það tryggt í þeirri stöðu sem nú er upp komin? Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði sjúklinga í bráðri hættu. Hvað finnst honum, getur hann tekið undir orð Ólafs? „Ég hef raunverulega ekkert í höndunum að taka svo sterkt til orða en hef miklar áhyggjur af áframhaldandi aðgerðum lækna sem munu hafa áhrif á öryggi sjúklinga. Að gera ekki þessar aðgerðir sem eru taldar nauðsynlegar í dag til að minnka áhættu sjúklinga færir okkur aftur um þrjátíu ár.“ „Ég er alveg sannfærður um að læknum finnst þetta ófremdarástand sjálfum. Ég veit að þeir leggja allt á sig til að tryggja hag sinna sjúklinga þannig að þetta hlýtur að vera erfitt fyrir þá líka. Ég get skilið báða deiluaðila og tek enga afstöðu í þessu máli. En það verður að leysa þetta á einhvern hátt og það fljótt.“ „Enn hafa ekki komið upp alvarleg atvik þótt líðan og heilsa þeirra sjúklinga sem bíða eftir aðgerðum og þjónustu versni með hverjum deginum sem líður. Birgir segir að ef slíkt hendi, þá marki það ákveðin skil í verkfallsaðgerðunum. Eins sé mikilvægt að tilkynna strax um slík atvik.“ „Það er mjög mikilvægt að það sé tilkynnt alveg um leið ef það gerist, að öðru leyti finnst mér mikilvægt að það sé séð um slík atvik á hefðbundinn hátt. Ferlið í kringum þetta er mjög gott og ég held að maður haldi sig við það. Ef öryggi sjúklinga er augljóslega ógnað eða það eru vísbendingar um það þá er full ástæða til að grípa inn í með fullum krafti.“Viðtalið við Birgi var tekið áður en samningar tókust í deilunni í nótt. Tengdar fréttir „Samningar lækna marka upphaf endalokanna“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur áhyggjur af áhrifum nýs kjarasamnings lækna. 7. janúar 2015 10:21 Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 „Algjör uppstokkun á samningi lækna“ "Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 7. janúar 2015 04:03 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
ATH: Viðtalið við landlækni var tekið í gær áður en samningar náðust í deilu lækna við ríkið. „Ég hef aldrei á mínum langa ferli staðið frammi fyrir aðstæðum eins og þessum. Ég taldi heldur ekki að ég myndi gera það en nú er bara að reyna að komast í höfn með þetta,“ segir Birgir Jakobsson, nýr landlæknir Íslendinga sem hefur verið sex daga í embætti á krísutíma í íslensku samfélagi.Viðtalið var tekið við Birgi í gær en þau tíðindi urðu í deilu aðilanna í nótt að samningar náðust. Samningarnir verða kynntir læknum í næstu viku. Birgir er sérfræðingur í barnalækningum og hlaut sérmenntun í Svíþjóð. Hann hefur átt farsælan og langan feril. Fyrst sem barnalæknir og sérfræðingur, seinna sem stjórnandi á sænskum sjúkrahúsum. Nú síðast stýrði hann Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.Engin bein afskipti af samningamálum Staða sjúklinga í því umróti sem verið hefur í heilbrigðiskerfinu síðustu vikurnar er honum mikið umhugsunarefni. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eiga Íslendingar að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. „Þetta er ófremdarástand sem verður að ganga yfir. Það verður að leysa þessa deilu,“ segir Birgir og segir Íslendinga ekki eiga að þurfa að búa við það óöryggi sem nú ríkir.“ Hann segist ekki ætla að beita sér í deilu lækna með öðrum hætti en þeim að fylgjast með afleiðingum verkfallsaðgerða og að öryggi sjúklinga sé tryggt. „Það er hlutverk embættisins að fylgjast með því og hafa samráð við sjúkrahússtofnanir og aðra sem eru í verkfallsaðgerðum. Við höfum engin bein afskipti af samningamálum eða slíku. Ég hef notað hvert tækifæri sem ég hef fengið til að lýsa þeim áhyggjum sem ég hef. Þær eru miklar, því lengur sem verkfallsaðgerðir standa yfir, þeim mun hættara er öryggi sjúklinga. Þetta er mjög alvarlegt mál.“Hafði miklar áhyggjur En er hægt að segja það tryggt í þeirri stöðu sem nú er upp komin? Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, sagði sjúklinga í bráðri hættu. Hvað finnst honum, getur hann tekið undir orð Ólafs? „Ég hef raunverulega ekkert í höndunum að taka svo sterkt til orða en hef miklar áhyggjur af áframhaldandi aðgerðum lækna sem munu hafa áhrif á öryggi sjúklinga. Að gera ekki þessar aðgerðir sem eru taldar nauðsynlegar í dag til að minnka áhættu sjúklinga færir okkur aftur um þrjátíu ár.“ „Ég er alveg sannfærður um að læknum finnst þetta ófremdarástand sjálfum. Ég veit að þeir leggja allt á sig til að tryggja hag sinna sjúklinga þannig að þetta hlýtur að vera erfitt fyrir þá líka. Ég get skilið báða deiluaðila og tek enga afstöðu í þessu máli. En það verður að leysa þetta á einhvern hátt og það fljótt.“ „Enn hafa ekki komið upp alvarleg atvik þótt líðan og heilsa þeirra sjúklinga sem bíða eftir aðgerðum og þjónustu versni með hverjum deginum sem líður. Birgir segir að ef slíkt hendi, þá marki það ákveðin skil í verkfallsaðgerðunum. Eins sé mikilvægt að tilkynna strax um slík atvik.“ „Það er mjög mikilvægt að það sé tilkynnt alveg um leið ef það gerist, að öðru leyti finnst mér mikilvægt að það sé séð um slík atvik á hefðbundinn hátt. Ferlið í kringum þetta er mjög gott og ég held að maður haldi sig við það. Ef öryggi sjúklinga er augljóslega ógnað eða það eru vísbendingar um það þá er full ástæða til að grípa inn í með fullum krafti.“Viðtalið við Birgi var tekið áður en samningar tókust í deilunni í nótt.
Tengdar fréttir „Samningar lækna marka upphaf endalokanna“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur áhyggjur af áhrifum nýs kjarasamnings lækna. 7. janúar 2015 10:21 Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 „Algjör uppstokkun á samningi lækna“ "Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 7. janúar 2015 04:03 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Samningar lækna marka upphaf endalokanna“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur áhyggjur af áhrifum nýs kjarasamnings lækna. 7. janúar 2015 10:21
Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00
„Algjör uppstokkun á samningi lækna“ "Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 7. janúar 2015 04:03