Landlæknar og launakjör Birgir Guðjónsson skrifar 7. janúar 2015 00:00 Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, en launakjör í Svíþjóð hafa þegar komið fram í fjölmiðlum hér. Launakjör íslenskra sjúkrahúslækna snerta mig ekki lengur en hví ekki að blanda sér í enn aðra vonlitla baráttu eftir áratuga árangurslausa baráttu við að bæta mannaráðningar og staðla í íslensku heilbrigðiskerfi. Nýskipaður landlæknir hefur átt glæsilegan feril í Svíþjóð. Í tveimur boðsferðum mínum til Karólínska háskólans var í bæði skiptin minnst á hann að fyrra bragði af mikilli aðdáun. Sá ágæti fyrrverandi körfuboltakappi þykir þó af mörgum hafa hlaupið á sig og fallið í körfuna, ég meina gryfjuna, þegar hann á jákvæðan hátt tekur undir leiðandi spurningu fréttamanns hvort 50% hækkun á launum sé ekki of mikil og valdið með því gremju meðal íslenskra kollega sem vonandi verður ekki varanleg. Þekking og reynsla sérfræðinga í Bretlandi fyrir dagvinnu eingöngu, er í byrjun metin til 85.000 enskra punda á ári eða um 1,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Vaktir eru greiddar aukalega. Dagvinnulaun hækka síðan fljótlega upp í 110.000 pund eða um 1,8 milljónir ísl.kr. á mánuði og geta síðan aukist frekar um 20.000-70.000 pund á ári eða allt að 2,8 milljónir á mánuði fyrir dagvinnu eingöngu. Upplýsingar um launakjör sérfræðinga í Bandaríkjunum þar sem margir íslenskir læknar hafa hlotið framhaldsmenntun má finna á netinu og eru um 250–350 þúsund Bandaríkjadalir á ári eða 2,6-3,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Þetta fer að verða svipað og hjá stjórnendum í mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að uppsafnaður launavandi sé til staðar. Þrjú prósent launahækkun eins og stjórnvöld eru sögð hafa boðið, þyrfti að vera mánaðarlega í mörg ár til að nálgast alþjóðlegan vinnumarkað sérfræðinga. Það er vissulega aðdáunarvert að brottfluttir norrænir eftirlaunaþegar vilji í sinni elliró styðja við farlama íslenskt heilbrigðiskerfi. Verður svo vonandi um fleiri brottflutta, því það eru ekki allir þeir kjánar að hafna háum launum við virtar erlendar stofnanir eftir langt og strangt sérnám og snúa aftur heim til Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, en launakjör í Svíþjóð hafa þegar komið fram í fjölmiðlum hér. Launakjör íslenskra sjúkrahúslækna snerta mig ekki lengur en hví ekki að blanda sér í enn aðra vonlitla baráttu eftir áratuga árangurslausa baráttu við að bæta mannaráðningar og staðla í íslensku heilbrigðiskerfi. Nýskipaður landlæknir hefur átt glæsilegan feril í Svíþjóð. Í tveimur boðsferðum mínum til Karólínska háskólans var í bæði skiptin minnst á hann að fyrra bragði af mikilli aðdáun. Sá ágæti fyrrverandi körfuboltakappi þykir þó af mörgum hafa hlaupið á sig og fallið í körfuna, ég meina gryfjuna, þegar hann á jákvæðan hátt tekur undir leiðandi spurningu fréttamanns hvort 50% hækkun á launum sé ekki of mikil og valdið með því gremju meðal íslenskra kollega sem vonandi verður ekki varanleg. Þekking og reynsla sérfræðinga í Bretlandi fyrir dagvinnu eingöngu, er í byrjun metin til 85.000 enskra punda á ári eða um 1,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Vaktir eru greiddar aukalega. Dagvinnulaun hækka síðan fljótlega upp í 110.000 pund eða um 1,8 milljónir ísl.kr. á mánuði og geta síðan aukist frekar um 20.000-70.000 pund á ári eða allt að 2,8 milljónir á mánuði fyrir dagvinnu eingöngu. Upplýsingar um launakjör sérfræðinga í Bandaríkjunum þar sem margir íslenskir læknar hafa hlotið framhaldsmenntun má finna á netinu og eru um 250–350 þúsund Bandaríkjadalir á ári eða 2,6-3,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Þetta fer að verða svipað og hjá stjórnendum í mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að uppsafnaður launavandi sé til staðar. Þrjú prósent launahækkun eins og stjórnvöld eru sögð hafa boðið, þyrfti að vera mánaðarlega í mörg ár til að nálgast alþjóðlegan vinnumarkað sérfræðinga. Það er vissulega aðdáunarvert að brottfluttir norrænir eftirlaunaþegar vilji í sinni elliró styðja við farlama íslenskt heilbrigðiskerfi. Verður svo vonandi um fleiri brottflutta, því það eru ekki allir þeir kjánar að hafna háum launum við virtar erlendar stofnanir eftir langt og strangt sérnám og snúa aftur heim til Íslands.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun