Landlæknar og launakjör Birgir Guðjónsson skrifar 7. janúar 2015 00:00 Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, en launakjör í Svíþjóð hafa þegar komið fram í fjölmiðlum hér. Launakjör íslenskra sjúkrahúslækna snerta mig ekki lengur en hví ekki að blanda sér í enn aðra vonlitla baráttu eftir áratuga árangurslausa baráttu við að bæta mannaráðningar og staðla í íslensku heilbrigðiskerfi. Nýskipaður landlæknir hefur átt glæsilegan feril í Svíþjóð. Í tveimur boðsferðum mínum til Karólínska háskólans var í bæði skiptin minnst á hann að fyrra bragði af mikilli aðdáun. Sá ágæti fyrrverandi körfuboltakappi þykir þó af mörgum hafa hlaupið á sig og fallið í körfuna, ég meina gryfjuna, þegar hann á jákvæðan hátt tekur undir leiðandi spurningu fréttamanns hvort 50% hækkun á launum sé ekki of mikil og valdið með því gremju meðal íslenskra kollega sem vonandi verður ekki varanleg. Þekking og reynsla sérfræðinga í Bretlandi fyrir dagvinnu eingöngu, er í byrjun metin til 85.000 enskra punda á ári eða um 1,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Vaktir eru greiddar aukalega. Dagvinnulaun hækka síðan fljótlega upp í 110.000 pund eða um 1,8 milljónir ísl.kr. á mánuði og geta síðan aukist frekar um 20.000-70.000 pund á ári eða allt að 2,8 milljónir á mánuði fyrir dagvinnu eingöngu. Upplýsingar um launakjör sérfræðinga í Bandaríkjunum þar sem margir íslenskir læknar hafa hlotið framhaldsmenntun má finna á netinu og eru um 250–350 þúsund Bandaríkjadalir á ári eða 2,6-3,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Þetta fer að verða svipað og hjá stjórnendum í mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að uppsafnaður launavandi sé til staðar. Þrjú prósent launahækkun eins og stjórnvöld eru sögð hafa boðið, þyrfti að vera mánaðarlega í mörg ár til að nálgast alþjóðlegan vinnumarkað sérfræðinga. Það er vissulega aðdáunarvert að brottfluttir norrænir eftirlaunaþegar vilji í sinni elliró styðja við farlama íslenskt heilbrigðiskerfi. Verður svo vonandi um fleiri brottflutta, því það eru ekki allir þeir kjánar að hafna háum launum við virtar erlendar stofnanir eftir langt og strangt sérnám og snúa aftur heim til Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kollegar erlendis hafa brugðist við greinum Reynis Arngrímssonar, „Frumhlaup verðandi landlæknis“ í Fréttablaðinu 17. desember sl., og undirritaðs „Landlæknir Bandaríkjanna“ 2. janúar, og hvatt til nánari upplýsinga um launakjör sérfræðinga í Bretlandi og Bandaríkjunum, en launakjör í Svíþjóð hafa þegar komið fram í fjölmiðlum hér. Launakjör íslenskra sjúkrahúslækna snerta mig ekki lengur en hví ekki að blanda sér í enn aðra vonlitla baráttu eftir áratuga árangurslausa baráttu við að bæta mannaráðningar og staðla í íslensku heilbrigðiskerfi. Nýskipaður landlæknir hefur átt glæsilegan feril í Svíþjóð. Í tveimur boðsferðum mínum til Karólínska háskólans var í bæði skiptin minnst á hann að fyrra bragði af mikilli aðdáun. Sá ágæti fyrrverandi körfuboltakappi þykir þó af mörgum hafa hlaupið á sig og fallið í körfuna, ég meina gryfjuna, þegar hann á jákvæðan hátt tekur undir leiðandi spurningu fréttamanns hvort 50% hækkun á launum sé ekki of mikil og valdið með því gremju meðal íslenskra kollega sem vonandi verður ekki varanleg. Þekking og reynsla sérfræðinga í Bretlandi fyrir dagvinnu eingöngu, er í byrjun metin til 85.000 enskra punda á ári eða um 1,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Vaktir eru greiddar aukalega. Dagvinnulaun hækka síðan fljótlega upp í 110.000 pund eða um 1,8 milljónir ísl.kr. á mánuði og geta síðan aukist frekar um 20.000-70.000 pund á ári eða allt að 2,8 milljónir á mánuði fyrir dagvinnu eingöngu. Upplýsingar um launakjör sérfræðinga í Bandaríkjunum þar sem margir íslenskir læknar hafa hlotið framhaldsmenntun má finna á netinu og eru um 250–350 þúsund Bandaríkjadalir á ári eða 2,6-3,7 milljónir ísl.kr. á mánuði. Þetta fer að verða svipað og hjá stjórnendum í mörgum íslenskum fyrirtækjum. Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að uppsafnaður launavandi sé til staðar. Þrjú prósent launahækkun eins og stjórnvöld eru sögð hafa boðið, þyrfti að vera mánaðarlega í mörg ár til að nálgast alþjóðlegan vinnumarkað sérfræðinga. Það er vissulega aðdáunarvert að brottfluttir norrænir eftirlaunaþegar vilji í sinni elliró styðja við farlama íslenskt heilbrigðiskerfi. Verður svo vonandi um fleiri brottflutta, því það eru ekki allir þeir kjánar að hafna háum launum við virtar erlendar stofnanir eftir langt og strangt sérnám og snúa aftur heim til Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar