Jón Gnarr krefst rannsóknar á neftóbaki Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 12:00 Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira