Jón Gnarr krefst rannsóknar á neftóbaki Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 12:00 Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira