Jón Gnarr krefst rannsóknar á neftóbaki Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2015 12:00 Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Sala á neftóbaki hefur aukist á árinu 2014, eða um tæp 20 prósent. Alls seldust 33 tonn af neftóbaki en tæp 28 tonn seldust árið 2013. Þessi frétt hefur vakið athygli Jóns Gnarrs fyrrverandi borgarstjóra og nú skemmtikrafts. Hann bendir á að sænska snúsið sem bannað var hér á landi fyrir nokkru árum hafi verið rannsakað „í ræmur en ég veit ekki til þess að nokkur rannsókn hafi farið fram á Íslensku neftóbaki. Ég held að enginn viti hvað er nákvæmlega í því og hver skaðsemin af því er,“ segir Jón og bendir á að þessi vara sé framleidd af íslenska ríkinu. Jóni finnst skjóta skökku við að Landlæknisembættið sé ekki virkt á Facebook þó það sé viðurkennd leið til að koma mikilvægum skilaboðum á framfæri, beint til fólks, en því sé ekki að fagna: „Ef ungt fólk er að moka þessu uppí sig í tonnavís eigum við þá ekki sjálfsagðan rétt á því að fá að vita hvað er í þessu og hvaða hættur þetta hefur í för með sér? Hvað segja læknar um þetta? Er ekki eitthvað mjög skrítið við þetta?“ spyr Jón Gnarr. Gissur Sigurðsson fjallaði ítarlega um málið á Bylgjunni, en þar segir meðal annars að tvöföldun á verði tóbaksins fyrir tveimur árum hefur engin áhrif lengur og virðast neytendur bæta tóbaksneyslunni við reykingar. Rætt var við Viðar Jensson hjá Landlæknisembættinu. Neftóbakið virðist hafa komist í tísku árið 2007 sem munntóbak, og hefur notkun þess vaxið allar götur síðan. Eftir verðhækkunina hægði að vísu á aukningunni en nú virðast áhrifin af henni horfin og jókst neyslan í fyrra eins og áður segir; aukning um tæplega fimm og hálft tonn á einu ári. Viðar var meðal annars spurður hverjir væru að nota neftóbakið? „Við sjáum það í okkar mælingum að þetta eru aðallega ungir karlmenn. Áttatíu prósent neftóbaks endar á munni þeirra. Það er töluvert um blandaða neyslu, við sjáum að ungir karlmenn reykja alveg til jafns við ungar stúlkur. Þetta virðist að stærstum hluta viðbótarneysla.“Og þá er það spurningin: Vitum við eitthvað um skaðsemi þessa? „Skaðsemin er þekkt að því marki að í tóbakinu eru þekkt 28 krabbameinsvaldandi efni. En það er vissulega vöntun á langtíma rannsóknum sem sýna hversu skaðlegt þetta er. Ungir karlmenn verða mjög háðir þessari neyslu og sænskar rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru með í vörinni kannski 13 tíma á dag,“ segir Viðar.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira