Kostnaður vegna verkfallsaðgerða meiri en 400 milljónir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. janúar 2015 19:58 Laun lækna hækka um meira en tíu prósent strax við samþykkt nýs kjarasamningar sem undirritaður var á milli lækna og ríkisins í nótt. Þá fá þeir 160 þúsund króna eingreiðslu. Kostnaður Landspítalans vegna verkfallsaðgerðanna er meira en fjögur hundruð milljónir króna. Kjarasamningurinn er til þriggja ára en hann er afturvirkur frá síðasta sumri og gildir fram í apríl 2017. Efnisatriði samningsins verða ekki birt fyrr en búið er að kynna læknum kjarasamninginn. Hann er nokkuð flókinn og felur í sér uppstokkun á launatöflu og vinnufyrirkomulagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu fá læknar strax við undirritun samningsins ríflega 10 prósent launahækkun. Þar sem læknar voru samningslausir frá því síðasta sumar bætist einnig við 160 þúsund króna eingreiðsla ef samningurinn verður samþykktur. Þá munu laun lækna hækka enn frekar á samningstímanum en það verður í nokkrum þrepum. Auk þess eru launapottar sem stjórnendur stofnanna koma til með að ráðstafa til síns fólks. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fagnar því að samningar hafi tekist við lækna. „Það sem að við höfðum boðið læknum áður en að samningar tókust voru launahækkanir og kjarabætur sem að eru umfram það sem að almennt svigrúm sé til í landinu. Við ætlum að bera ábyrgð á þessum samningi og stöndum við hann. Hann er til kominn vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem að til umræðu hafa verið undanfarna mánuði og við þurfum við að bregðast við, við slíkar aðstæður. „Það hefði ekki boðið upp á mikinn stöðugleika, ef að menn vilja ræða hann í þessu samhengi, að hafa þetta mál óleyst næstu mánuðina.“ Verkfallsaðgerðir lækna hafa verið kostnaðarsamar fyrir heilbrigðisstofnanir. Þannig áætlar Landspítalinn að kostnaður spítalans sé yfir fjögur hundruð milljónir vegna hátt í átta hundruð skurðaðgerða sem fella þurfti niður svo og til að mynda hjartaþræðinga og þeirra ríflega þrjú þúsund dag- og göngudeildartíma sem felldir voru niður. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans á von á að það taki allt fram á haust að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. „Ég hugsa að við þurfum ábyggilega lungað úr árinu í það. Það jákvæða í þessu öllu saman er að það er búið að semja og þar með erum við komin með tæki og möguleika til að sinna okkar hlutverki eins og við viljum sinna því.“ Heilbrigðisráðherra segir reynt verði að meta áhrif verkfallsaðgerðanna sem fyrst til að ákveða hvernig reynt verði að vinna niður biðlista sem mynduðust. „Ég óskaði eftir því við landlæknisembættið að það myndi greina þessa stöðu. Áhrif verkfallsins á biðlista og aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustunni. Landlæknir er að vinna þá vinnu og þegar að hún liggur fyrir munum við setjast yfir það með hvaða ráðum hægt er að bregðast við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Tengdar fréttir „Samningar lækna marka upphaf endalokanna“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur áhyggjur af áhrifum nýs kjarasamnings lækna. 7. janúar 2015 10:21 Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 „Algjör uppstokkun á samningi lækna“ "Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 7. janúar 2015 04:03 Áherslan nú á kaupmátt allra Ekki verður lengra gengið í að hækka lægstu laun, að sögn SA. Þau hafi hækkað umfram önnur síðustu ár. Flóknir kjarasamningar fram undan án samræmdrar kröfu frá ASÍ. Svigrúm sé til 3 til 4 prósenta hækkunar. 7. janúar 2015 07:00 Á frekar von á að læknar samþykki samninginn Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, telur að það muni taka nokkurn tíma að leysa úr þeim vanda sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu vegna verkfalls lækna. 7. janúar 2015 11:12 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Laun lækna hækka um meira en tíu prósent strax við samþykkt nýs kjarasamningar sem undirritaður var á milli lækna og ríkisins í nótt. Þá fá þeir 160 þúsund króna eingreiðslu. Kostnaður Landspítalans vegna verkfallsaðgerðanna er meira en fjögur hundruð milljónir króna. Kjarasamningurinn er til þriggja ára en hann er afturvirkur frá síðasta sumri og gildir fram í apríl 2017. Efnisatriði samningsins verða ekki birt fyrr en búið er að kynna læknum kjarasamninginn. Hann er nokkuð flókinn og felur í sér uppstokkun á launatöflu og vinnufyrirkomulagi. Samkvæmt heimildum fréttastofu fá læknar strax við undirritun samningsins ríflega 10 prósent launahækkun. Þar sem læknar voru samningslausir frá því síðasta sumar bætist einnig við 160 þúsund króna eingreiðsla ef samningurinn verður samþykktur. Þá munu laun lækna hækka enn frekar á samningstímanum en það verður í nokkrum þrepum. Auk þess eru launapottar sem stjórnendur stofnanna koma til með að ráðstafa til síns fólks. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra fagnar því að samningar hafi tekist við lækna. „Það sem að við höfðum boðið læknum áður en að samningar tókust voru launahækkanir og kjarabætur sem að eru umfram það sem að almennt svigrúm sé til í landinu. Við ætlum að bera ábyrgð á þessum samningi og stöndum við hann. Hann er til kominn vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem að til umræðu hafa verið undanfarna mánuði og við þurfum við að bregðast við, við slíkar aðstæður. „Það hefði ekki boðið upp á mikinn stöðugleika, ef að menn vilja ræða hann í þessu samhengi, að hafa þetta mál óleyst næstu mánuðina.“ Verkfallsaðgerðir lækna hafa verið kostnaðarsamar fyrir heilbrigðisstofnanir. Þannig áætlar Landspítalinn að kostnaður spítalans sé yfir fjögur hundruð milljónir vegna hátt í átta hundruð skurðaðgerða sem fella þurfti niður svo og til að mynda hjartaþræðinga og þeirra ríflega þrjú þúsund dag- og göngudeildartíma sem felldir voru niður. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans á von á að það taki allt fram á haust að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. „Ég hugsa að við þurfum ábyggilega lungað úr árinu í það. Það jákvæða í þessu öllu saman er að það er búið að semja og þar með erum við komin með tæki og möguleika til að sinna okkar hlutverki eins og við viljum sinna því.“ Heilbrigðisráðherra segir reynt verði að meta áhrif verkfallsaðgerðanna sem fyrst til að ákveða hvernig reynt verði að vinna niður biðlista sem mynduðust. „Ég óskaði eftir því við landlæknisembættið að það myndi greina þessa stöðu. Áhrif verkfallsins á biðlista og aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustunni. Landlæknir er að vinna þá vinnu og þegar að hún liggur fyrir munum við setjast yfir það með hvaða ráðum hægt er að bregðast við,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Tengdar fréttir „Samningar lækna marka upphaf endalokanna“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur áhyggjur af áhrifum nýs kjarasamnings lækna. 7. janúar 2015 10:21 Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 „Algjör uppstokkun á samningi lækna“ "Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 7. janúar 2015 04:03 Áherslan nú á kaupmátt allra Ekki verður lengra gengið í að hækka lægstu laun, að sögn SA. Þau hafi hækkað umfram önnur síðustu ár. Flóknir kjarasamningar fram undan án samræmdrar kröfu frá ASÍ. Svigrúm sé til 3 til 4 prósenta hækkunar. 7. janúar 2015 07:00 Á frekar von á að læknar samþykki samninginn Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, telur að það muni taka nokkurn tíma að leysa úr þeim vanda sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu vegna verkfalls lækna. 7. janúar 2015 11:12 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
„Samningar lækna marka upphaf endalokanna“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur áhyggjur af áhrifum nýs kjarasamnings lækna. 7. janúar 2015 10:21
Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00
„Algjör uppstokkun á samningi lækna“ "Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar lækna. 7. janúar 2015 04:03
Áherslan nú á kaupmátt allra Ekki verður lengra gengið í að hækka lægstu laun, að sögn SA. Þau hafi hækkað umfram önnur síðustu ár. Flóknir kjarasamningar fram undan án samræmdrar kröfu frá ASÍ. Svigrúm sé til 3 til 4 prósenta hækkunar. 7. janúar 2015 07:00
Á frekar von á að læknar samþykki samninginn Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, telur að það muni taka nokkurn tíma að leysa úr þeim vanda sem skapast hefur í heilbrigðiskerfinu vegna verkfalls lækna. 7. janúar 2015 11:12