Innlent

Magna Björk Vestfirðingur ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magna Björk fékk 30 prósent greiddra atkvæða í valinu en á þriðja hundrað manns kusu.
Magna Björk fékk 30 prósent greiddra atkvæða í valinu en á þriðja hundrað manns kusu. Vísir/Valli
Magna Björk Ólafsdóttir hefur verið útnefnd Vestfirðingur ársins 2014 að mati lesenda Bæjarins besta. Magna hefur undanfarin ár unnið sem sendifulltrúi á vegum Rauða krossins og þannig verið fulltrúi Íslands á hamfarasvæðum erlendis.

Magna Björk er einn fimm Íslendinga sem eru á lista tímaritsins TIME sem menn ársins. Hún fékk 30 prósent greiddra atkvæða í valinu en á þriðja hundrað manns kusu. orbjörn Guðmundsson og Björgvin H. Hallgrímsson urðu í öðru sæti með 17 prósent greiddra atkvæða. Þeir björguðu lífi starfsmanns Landsnets er hann fékk hjartastopp síðastliðið sumar.

Í þriðja sæti með 8% greiddra atkvæða er Ísfirðingurinn Aron Guðmundsson. Aron sýndi framúrskarandi árangur í söfnun fyrir MND félagið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið og vakti athygli á erfiðum sjúkdóm sem móðir hans glímir við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×