Gunni Helga og Þorsteinn Guðmunds fengu listamannalaun Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2015 09:34 Leikararnir Gunnar Helgason og Þorsteinn Guðmundsson eru kampakátir með sín listamannalaun, sem þeir fengu þó ekki vegna leiklistarstarfsemi heldur fyrir grín og barnabókaskrif. Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Stjórn listamannalauna hefur sent út bréf til þeirra sem sóttu um listamannalaun og í bréfinu eru ýmist skilaboð sem eru ávísun á fögnuð, eða mikil vonbrigði, eftir atvikum. Gunnar Helgasson leikari og rithöfundur er einn þeirra sem fagnar ákaft. Gunnar hefur lengi barist ákaft fyrir því að fá listamannalaun, en hann hefur meðal annars vakið athygli á því að barnabókahöfundar sitji, að hans mati, óbættir hjá garði þegar listamannalaun eru annars vegar. Gunnar hefur sent frá sér vinsælar barna- og unglingabækur sem fjalla um fótbolta krakka. Í gærkvöldi birti hann bréf frá Stjórn listamannalauna: „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu,“ segir Gunnar og fylgir úr hlaði mynd sem hann tók af bréfinu. Þar kemur fram að hann hafi fengið úthlutað starfslaunum til 6 mánaða. Þar kemur einnig fram að starfslaunin nema 321.795 á mánuði. Jafnframt kemur fram í bréfinu sem Gunnar birtir að alls hafi 191 umsókn borist um 2.681 mánuð í launasjóðinn. Fyrir árið 2015 voru 555 mánaðarlaun til úthlutunar sem þýðir þá að tæpum 180 milljónum var lofað til listamanna í gær. Mikill fögnuður ríkir á Facebooksíðu Gunnars, hamingjuóskum rignir inn og hafa um 500 manns lýst yfir velþóknun sinni á þessu með eins og einu litlu læki. (Vonandi er óhætt að túlka lækið sem svo.) Annar sem tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann hafi fengið listmannalaun er grínistinn Þorsteinn Guðmundsson. Hann fær laun til þriggja mánaða. Í fyrsta skipti á ævinni. Starfslaunin eru fyrir, eða til að skrifa uppistand og Þorsteinn spyr hvort það sé í fyrsta skipti sem grínisti hafi fengið listamannalaun? „Og það fyrir uppistand (ætli það sé í fyrsta skipti hér á landi?). Nú er ekkert annað en að gefa í og búa til skemmtilegt prógram fyrir landann. Takk fyrir ráðninguna. Þorsteinn Guðmundsson, opinber uppistandari,“ skrifar grínistinn á Facebooksíðu sína. Vísir mun birta, þegar gögn berast frá ráðuneytinu, lista yfir þá sem náð hlutu fyrir augum nefndarinnar.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira