Lífið

Alan Fletcher hágrét þegar Karl og Susan skildu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Alan Fletcher, rokkstjarnan og leikarinn úr Neighbours eða Nágrönnum, sagði í viðtali á Morgunþættinum á FM957 að hann hefði grátið þegar Dr. Karl Kennedy og Susan eiginkona hans skildu í þáttunum frægu, sem notið hafa gífurlegra vinsælda hér á landi.

„Það var atriði þar sem hann þurfti að horfa í augun á henni og segja: „Ég elska þig ekki lengur.“ Við hágrétum í kringum þetta atriði,“ sagði Alan Fletcher í morgun.

Í þættinum fór hann yfir öll uppáhalds atriðin sín úr þáttunum. Honum þykir ótrúlega skemmtilegt að sjá hversu margir hér á landi halda upp á Neighbours-þættina hér á landi. Hann lofaði því að koma aftur til landsins í sumar. Hann ætlar sér að skoða landið, fara í Jökulsárlón, fara gullna hringinn og fleira. Hann ætlar sér að eyða fjórum dögum að skoða landið.

Fletcher heldur tónleika á Spot í kvöld, þeir sem eru miklir aðáendur Fletchers geta fengið að hitta hann fyrir tónleikana.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.