Fimmtánda Pixar myndin kemur í sumar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2015 12:00 Tilfinningarnar sem koma við sögu í myndinni. mynd/pixar Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú styttist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Anderson sem er nýflutt frá San Francisco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum hennar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuðstöðvarnar.Myndin verður frumsýnd í júní.Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Up og um aldamótin leikstýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leikfangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Michaels Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatouille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann.„Persónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarnar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki eina mynd Pixar sem væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leitinni að Nemo í kvikmyndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leikfangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Frá því að Disney og Pixar gáfu út Leikfangasögu fyrir tæpum tveimur áratugum hafa fjórtán myndir litið dagsins ljós. Nú styttist í að sú fimmtánda, Inside Out, komi í kvikmyndahús en hún er væntanleg í júní. Framleiðsla og undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Myndin fjallar um hina ellefu ára gömlu Riley Anderson sem er nýflutt frá San Francisco. Áhorfendur fá að skyggnast inn í huga hennar meðan hún aðlagast lífinu á nýja staðnum. Þar koma þeir til með að kynnast tilfinningum hennar en þar má nefna Hræðslu, Leiða, Gleði, Viðbjóð og Reiði. Tilfinningarnar eiga heima í höfuðstöðvunum og munu tvær þeirra, Gleði og Leiði, týnast og þurfa að komast aftur í höfuðstöðvarnar.Myndin verður frumsýnd í júní.Leikstjóri myndarinnar, Pete Docter, er sá sami og leikstýrði Óskarsverðlaunamyndinni Up og um aldamótin leikstýrði hann einnig Skrímsli hf. Hann lét Wall·E og Leikfangasögu 1 og 2 heldur ekki ósnertar en hann skrifaði handrit þeirra. Meðal þeirra sem ljá persónum myndarinnar rödd sína má nefna Amy Poehler, Phyllis Smith, Bill Hader, Lewis Black og John Ratzenberger. Tónlist verður í höndum Michaels Giacchino sem samdi meðal annars tónlistina fyrir Ratatouille, Up, Lost og fjöldann allan af myndum og þáttum að auki. Docter segir að myndin sé sú erfiðasta sem hann hefur komið að. „Þetta eru í raun tvær sögur. Það sem er að henda stúlkuna og það sem er að gerast í huga hennar,“ segir hann.„Persónurnar eru sérstakar og kraftmiklar því við erum að reyna að persónugera tilfinningarnar. Þær eru svo sérstakar og það er mjög erfitt að fanga þær.“ Þetta er ekki eina mynd Pixar sem væntanleg er á árinu því undir lok þess kemur út The Good Dinosaur. Árið 2016 birtist Dóra úr Leitinni að Nemo í kvikmyndinni Leitinni að Dóru og ári síðar kemur fjórða myndin í flokknum um Leikfangasögu út. Það er því aldrei ró hjá Pixar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira