Unglingsmæður á Íslandi: „Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til“ Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2015 22:00 Fjallað var um ungar mæður á Íslandi í Brestum í kvöld. „Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til þegar um unglingaþungun er að ræða,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem rannsakað hefur unglingaþungun undanfarin ár. Ólafur var meðal gesta í Brestaþætti kvöldsins á Stöð 2, þar sem fjallað var um ungar mæður á Íslandi. „Það væri mjög viðeigandi, nú þegar við erum að reyna að fara vel með þessar fáu krónur sem við eigum að ráðamenn kynntu sér þá möguleika sem eru í boði. Að gera ekkert, það er bara ávísun á erfiðleika, þjáningu, vandræði og kostar tugi milljarða.“ Í þætti kvöldsins kom fram að engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Um 150 unglingsstúlkur eignast börn á Íslandi á hverju ári.Í þætti kvöldsins var meðal annars rætt við þær Jennýju Björk, fimmtán ára verðandi móður, og Berglindi Erlendsdóttur, móður hennar. Berglind er 35 ára en hún varð móðir nítján ára. Jenný er búin að vera með Jósef, sem er fjórum árum eldri, síðan í sumar. Þau höfðu þó verið vinir einhvern tíma á undan. Hún á nú von á barni þeirra. „Ég var alltaf síælandi, bara á morgnana,“ segir Jenný. „Sem kom í veg fyrir að ég gæti mætt í skólann. Mér fannst þetta rosalega skrýtið og ég spurði marga hvað þetta gæti verið og svarið var að ég væri bara pottþétt ólétt.“ Jenný sagði móður sinni frá þunguninni við eldhúsborðið og Berglind segir sér hafa brugðið rosalega við fréttirnar. „Ég fór bara í eitthvað rugl,“ segir hún. „Ég sagði bara: Eruð þið búin að hugsa þetta og þetta og ég er bara 35, ég get ekkert orðið amma núna. Eitthvað svona. Síðan bara róar maður sig niður og tók nokkra daga í þetta. Svo fór maður bara með hana í allt sem var í boði, félagsráðgjafa og lækna og allt þetta. Það var ósköp lítið sem ég get gert, nema bara segja: Ókei, svona er þetta.“ „Við gleymdum alltaf pillunni og pældum ekkert í sprautunni,“ segir Jenný. „Síðan kosta smokkar bara alveg svakalega mikið, þannig að við vorum ekkert mikið að sækjast eftir því.“ Berglind segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, af því að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu af því að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
„Í meirihluta tilfella tekst ekki vel til þegar um unglingaþungun er að ræða,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem rannsakað hefur unglingaþungun undanfarin ár. Ólafur var meðal gesta í Brestaþætti kvöldsins á Stöð 2, þar sem fjallað var um ungar mæður á Íslandi. „Það væri mjög viðeigandi, nú þegar við erum að reyna að fara vel með þessar fáu krónur sem við eigum að ráðamenn kynntu sér þá möguleika sem eru í boði. Að gera ekkert, það er bara ávísun á erfiðleika, þjáningu, vandræði og kostar tugi milljarða.“ Í þætti kvöldsins kom fram að engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Um 150 unglingsstúlkur eignast börn á Íslandi á hverju ári.Í þætti kvöldsins var meðal annars rætt við þær Jennýju Björk, fimmtán ára verðandi móður, og Berglindi Erlendsdóttur, móður hennar. Berglind er 35 ára en hún varð móðir nítján ára. Jenný er búin að vera með Jósef, sem er fjórum árum eldri, síðan í sumar. Þau höfðu þó verið vinir einhvern tíma á undan. Hún á nú von á barni þeirra. „Ég var alltaf síælandi, bara á morgnana,“ segir Jenný. „Sem kom í veg fyrir að ég gæti mætt í skólann. Mér fannst þetta rosalega skrýtið og ég spurði marga hvað þetta gæti verið og svarið var að ég væri bara pottþétt ólétt.“ Jenný sagði móður sinni frá þunguninni við eldhúsborðið og Berglind segir sér hafa brugðið rosalega við fréttirnar. „Ég fór bara í eitthvað rugl,“ segir hún. „Ég sagði bara: Eruð þið búin að hugsa þetta og þetta og ég er bara 35, ég get ekkert orðið amma núna. Eitthvað svona. Síðan bara róar maður sig niður og tók nokkra daga í þetta. Svo fór maður bara með hana í allt sem var í boði, félagsráðgjafa og lækna og allt þetta. Það var ósköp lítið sem ég get gert, nema bara segja: Ókei, svona er þetta.“ „Við gleymdum alltaf pillunni og pældum ekkert í sprautunni,“ segir Jenný. „Síðan kosta smokkar bara alveg svakalega mikið, þannig að við vorum ekkert mikið að sækjast eftir því.“ Berglind segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, af því að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu af því að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. 20. apríl 2015 20:30