Íslenski hesturinn vinsælli en Gullfoss og Geysir á Instagram Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2015 16:30 Íslenski hesturinn er vinsæll. Vísir/H:N /jakob Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira