Íslenski hesturinn vinsælli en Gullfoss og Geysir á Instagram Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2015 16:30 Íslenski hesturinn er vinsæll. Vísir/H:N /jakob Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Ferðamenn halda áfram að streyma til landsins og hefur fjöldi þeirra í ár slegið öll met. Vöxturinn er í raun ótrúlegur, fjöldi ferðamanna er kominn yfir eina milljón á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur fjölgað um 23-35% í hverjum mánuði, að því er fram kemur í tölum Ferðamálastofu Íslands. En hvað eru svo þessir ferðamenn að skoða þegar þeir koma svo hingað til lands? Þeir hjá H:N Markaðssamskiptum skoðuðu það út frá ábyrgum heimildum; nefnilega samfélagsmiðlum og vöktuðu nokkur vel þekkt kennileiti hér á Íslandi á vef Instagram. Vinsælasta íslenska #kassamerkið er #iceland og ætti ekki að koma á óvart. Það trónir vel yfir öllum öðrum myllumerkjum. Sömuleiðis skorar #reykjavik ansi hátt og ljóst að höfuðborgin fær að njóta ferðamannastraumsins í ansi miklum mæli. Aukinheldur virðast margir dýfa sér í #bluelagoon fyrir eða eftir veru sína í höfuðborginni og aftur virðast næstu áfangastaðir ferðafólks vera perlurnar, #geysir og #gullfoss. Þetta eru þó allt vel þekktar staðreyndir en það sem kemur skemmtilega á óvart er sá sem brokkar framúr flestum þessum þekktu náttúruperlum sem vinsælt myllumerki er íslenski hesturinn. #IcelandicHorse er það myllumerki sem hefur verið slegið inn 98.000 sinnum á meðan Gullfoss og Geysir hafa sameiginlega verið slegin inn 62.000 sinnum. Hástökkvari síðari ára á Instagram er tvímælalaust #OfMonstersAndMen með rúm 115.000 og þau sem ruddu brautina og hafa kynnt íslenska menningu um allan heim er skammt undan, #Sigurros með tæp 74.000 og #Björk okkar með rétt tæp 69.000. Það mætti því til sanns vegar færa að íslenski hesturinn og íslenskt tónlistarfólk eigi hve stærstan heiður á því að ferðafólk komi hingað til lands í hrönnum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira