Vill auka umræðuna um skaðsemi fíkniefna: „Þetta er bara eins og rúlletta“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2015 21:00 Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12