Vill auka umræðuna um skaðsemi fíkniefna: „Þetta er bara eins og rúlletta“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2015 21:00 Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12