Vill auka umræðuna um skaðsemi fíkniefna: „Þetta er bara eins og rúlletta“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2015 21:00 Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Algjör sprenging hefur orðið í haldlagningu MDMA og Ecstacy efna hér á landi og segist lögregla nær aldrei hafa lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og nú. Tvær ungar konur hafa látist eftir að hafa tekið slíkar töflur á undanförnum misserum, og segir faðir einnar þeirra að mikilvægt sé að auka umræðuna um skaðsemi þessara efna.Eins og rúlletta „Við erum ekki að gæta okkar nógu mikið. Það er talað um þessi efni í rosalega léttum tón – að þau séu ekki skaðleg, hífi þig aðeins upp á djamminu, þú vakir aðeins lengur og getur djammað meira. En sagan sýnir okkur það að þó þetta sé bara eitt skipti þá getur þú lent hvoru megin sem þú vilt. Ef þú lifir það af og allt í góðu þá ertu bara heppinn. Þetta er bara eins og rúlletta,“ sagði Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu sem lést eftir of stóran skammt af eiturlyfinu MDMA, í Íslandi í dag í kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist „Hún átti sér enga sögu í þessum heimi. Ég veit ekki hvort þetta hafi verið eitt eða tvö skipti, en allavega dugði þetta til að bana henni. Úr eiturefnamælingunni kom í ljós að það var margfaldur skammtur af þessu efni í líkamanum. Ef við segjum að einn skammtur hefði dugað til að drepa, þá eru þarna níu aðrir til vara.“Fjallað var um hið mikla magn MDMA sem lögregla hefur haldlagt það sem af er ári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eftirspurnin að aukast Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir algjöran viðsnúning hafa orðið frá fyrri árum, þegar magn fíkniefna hér á landi var tiltölulega lítið. Fylgst sé grannt með þessari þróun og að verið sé að rannsaka hvað það sé sem valdi. Ljóst sé þó að eftirspurnin sé að aukast. „Þetta er mun meira magn en hefur verið tekið undanfarin ár og þetta er líka mikið magn á mælikvarða Norðurlandanna, sérstaklega í töflum [...] Ef maður hugsar um magnið þá vill maður ekki trúa því að þetta sé allt til notkunar hérlendis,“ sagði Aldís. Líkur séu á að senda eigi efnin vestur um haf.Horfa má á þáttinn í heild í spilaranum hér fyrir ofan en einnig var rætt við foreldra Evu Maríu í Brestum fyrir ári síðan. Myndskeiðið má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Eva María Þorvarðardóttir lést úr of stórum skammti af MDMA árið 2013. 20. október 2015 13:12