Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. maí 2015 20:45 Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Nígerískur flóttamaður, sem flúði heimaland sitt vegna árása hryðjuverkasamtakanna Boko Haram og hefur beðið eftir hæli hér á landi í rúmlega þrjú ár, segir ástandiðí heimalandi sínu hræðilegt. Yfirvöldum í Nígeríu hefur gengið illa að stöðva uppgang Boko Haram, en talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hafi banað um tíu þúsund manns í landinu frá árinu 2009. Amnesty International ávítti nígeríska herinn á síðasta ári fyrir grimmdarverk í norð-austur hlua landsins í baráttu sinni gegn Boko Haram, en almennir borgarar verða oftar en ekki fyrir barðinu á átökunum. Eze Okafor fæddist í þorpi nálægt Maidunguri-borg í norðaustur Nígeríu. Hann flúði land eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið árið 2011, fór fyrst til Svíþjóðar og þaðan til Íslands ári síðar. „Ástæðan fyrir því að ég yfirhgaf heimaland mitt var sú að Boko Haram vildu mig feigan, en þeir reyndu að fá mig til að ganga til liðs við sig,“ segir hann. Eze segir að samtökin hafi einn daginn ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin. Hann bendir á ör á enninu á sér og segir það vera eftir af völdum liðsmanna hryðjuverkasamtakanna. „Einkabróðir minn var myrtur þegar þeir réðust inn í húsið okkar, og þeir réðust á mig og stungu mig með hnífi. Þess vegna varð ég að flýja,“ segir hann. Eze var nýlega neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar, þar sem hann óttast að verða sendur aftur til Nígeríu. Hann hefur nú áfrýjað þeim úrskurði til innanríkisráðuneytisins og bíður örlaga sinna. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, harmar stöðuna. „Mér finnst þetta ómannúðleg staða,“ segir hann.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda