Enski boltinn

Segir Patrick Vieira rétta manninn fyrir Newcastle

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Patrick Viera gæti yfirgefið Man. City og haldið til Newcastle.
Patrick Viera gæti yfirgefið Man. City og haldið til Newcastle. vísir/getty
Olivier Bernard, fyrrverandi varnarmaður Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, líst frábærlega á þá hugmynd að fá Patrick Vieira sem knattspyrnustjóra félagsins.

Vieira, sem vann ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum með Arsenal, er orðaður við stjórastöðuna, en hann er í dag yfir unglingastarfinu hjá Manchester City.

John Carver fékk starfið hjá Newcastle til bráðabirgða og hélt liðinu uppi, en undir hans stjórn vann liðið varla fótboltaleik og var heppið að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu.

„Hann er öruggasti kosturinn. Patrick hefur spilað leikinn og unnið mikið,“ segir Bernard í viðtali við Newcastle Chronicle.

„Hugmyndafræði hans um fótbolta er mjög góð og hann getur byggt á því sem hann lærði af Arsene Wenger öll þessi ár sem hann var hjá Arsenal.“

„Það verður erfiðara fyrir Vieira að verða góður stjóri heldur einn af bestu leikmönnunum, en hann er duglegur og það líkar mér,“ segir Olivier Bernard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×