Leitað barna sem sjást í frægri heimildarmynd Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júní 2015 19:20 Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd, sem nýlega var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1982 og heitir Sans Soleil, eða Án sólar. Spurningarnar eru: Hvar voru þessar myndir teknar á landinu, hvaða ár voru þær teknar og síðast en ekki síst: Hvaða börn eru þetta? Myndefninu bregður fyrir í franskri heimildamynd en í fréttum Stöðvar 2 svarar Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri því hversvegna hann og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn leita þessara svara. „Það er nú bara í fyrsta lagi vegna þess að þetta er afskaplega fræg mynd í sögunni,“ segir Ásgrímur og bendir á að breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound hafi í fyrra valið hana þriðju bestu heimildarmynd sögunnar eftir könnun meðal 300 gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna um allan heim.Líklegt er talið að myndskeiðið hafi verið tekið á árabilinu 1963 til 1973.Kvikmyndin er framúrstefnuleg hugleiðing franska kvikmyndaleikstjórans Chris Marker um minni og skynjun mannsins en myndefnið frá Íslandi er sagt tekið af frægum eldfjallafræðingi, Haroun Tazieff, árið 1970. Það stenst þó ekki alveg því einnig sjást myndir af gosinu í Eyjum 1973. Tazieff þessi vakti reyndar reiði á Íslandi þegar hann spáði því að Heimaey myndi springa og eyðast. Hann myndaði einnig Surtseyjargosið og Heklugos 1970 og er talið að hann hafi tekið myndirnar af börnunum í einni af Íslandsferðum sínum á árabilinu 1963 til 1973. „Myndin skipar það stóran sess í kvikmyndasögunni og það væri mjög gaman að vita hvaða Íslendingar eru þetta? Hvaða krakkar eru þetta?“ Ásgrímur giskar á að krakkarnir gætu í dag verið á aldrinum 55 til 60 ára. Ábendingum má koma á framfæri á frettir@stod2.is og í athugasemdadálki fréttarinnar. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Nokkrir kvikmyndaáhugamenn leita nú aðstoðar almennings við að komast að því hvaða íslensk börn sjást í áratugagömlu myndskoti í franskri kvikmynd, sem nýlega var valin þriðja besta heimildarmynd sögunnar. Kvikmyndin var frumsýnd árið 1982 og heitir Sans Soleil, eða Án sólar. Spurningarnar eru: Hvar voru þessar myndir teknar á landinu, hvaða ár voru þær teknar og síðast en ekki síst: Hvaða börn eru þetta? Myndefninu bregður fyrir í franskri heimildamynd en í fréttum Stöðvar 2 svarar Ásgrímur Sverrisson kvikmyndaleikstjóri því hversvegna hann og nokkrir aðrir kvikmyndaáhugamenn leita þessara svara. „Það er nú bara í fyrsta lagi vegna þess að þetta er afskaplega fræg mynd í sögunni,“ segir Ásgrímur og bendir á að breska kvikmyndatímaritið Sight and Sound hafi í fyrra valið hana þriðju bestu heimildarmynd sögunnar eftir könnun meðal 300 gagnrýnenda og kvikmyndagerðarmanna um allan heim.Líklegt er talið að myndskeiðið hafi verið tekið á árabilinu 1963 til 1973.Kvikmyndin er framúrstefnuleg hugleiðing franska kvikmyndaleikstjórans Chris Marker um minni og skynjun mannsins en myndefnið frá Íslandi er sagt tekið af frægum eldfjallafræðingi, Haroun Tazieff, árið 1970. Það stenst þó ekki alveg því einnig sjást myndir af gosinu í Eyjum 1973. Tazieff þessi vakti reyndar reiði á Íslandi þegar hann spáði því að Heimaey myndi springa og eyðast. Hann myndaði einnig Surtseyjargosið og Heklugos 1970 og er talið að hann hafi tekið myndirnar af börnunum í einni af Íslandsferðum sínum á árabilinu 1963 til 1973. „Myndin skipar það stóran sess í kvikmyndasögunni og það væri mjög gaman að vita hvaða Íslendingar eru þetta? Hvaða krakkar eru þetta?“ Ásgrímur giskar á að krakkarnir gætu í dag verið á aldrinum 55 til 60 ára. Ábendingum má koma á framfæri á frettir@stod2.is og í athugasemdadálki fréttarinnar.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira