Walcott: Verðum að stefna á meistaratitilinn á næsta tímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2015 06:30 Arsenal er sigursælasta lið í sögu ensku bikarkeppninnar. vísir/getty „Við höfum sýnt að við erum alvöru lið og ráðum við að spila undir pressu. Ég vil óska leikmönnunum, starfsliðinu og stuðningsmönnunum til hamingju. Við erum í skýjunum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, glaðbeittur eftir öruggan sigur Skyttanna á Aston Villa í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur ensku bikarkeppnina en Skytturnar þurftu að hafa mun meira fyrir hlutunum í úrslitaleiknum gegn Hull City fyrir ári síðan. Þá var Arsenal 2-0 undir eftir átta mínútna leik en lærisveinum Wengers tókst að snúa dæminu sér í vil, jafna metin og svo tryggði Aaron Ramsey Arsenal sigurinn með marki í framlengingu. Arsenal hefur nú unnið bikarkeppnina tólf sinnum, oftast allra liða, en Skytturnar hafa unnið sex af þessum tólf titlum undir stjórn Wengers. Frakkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá 1996, er orðinn sigursælasti stjórinn í sögu bikarkeppninnar, ásamt George Ramsay sem stýrði Aston Villa til sex bikartitla á sínum tíma. Arsenal hafði öll völd á vellinum á laugardaginn, allt frá fyrstu mínútu, og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Villa-menn, sem slógu Liverpool út í undanúrslitunum, mættu einfaldlega ofjörlum sínum á laugardaginn. Til marks um það átti liðið ekki skot á markið og fékk enga hornspyrnu í leiknum. Þeirra hættulegasti sóknarmaður, Christian Benteke, var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal og aðrir leikmenn Villa komust lítt áleiðis. Það tók Arsenal samt sem áður 40 mínútur að brjóta ísinn. Það gerði Theo Walcott með föstu skoti eftir fyrirgjöf Nachos Monreal og skalla Alexis Sánchez þvert fyrir markið. Walcott, sem skoraði þrennu gegn West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Olivers Giroud og hann þakkaði Wenger traustið með þessu fallega marki. Eftir leikinn sagði Walcott að Arsenal ætti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili en Skytturnar hafa ekki unnið þann stóra síðan 2004: „Við verðum að stefna á að vinna Englandsmeistaratitilinn á næsta ári. Við erum búnir að vinna bikarinn tvö ár í röð en Arsenal hefur sjaldan verið með svona öflugan leikmannahóp svo við ættum að ná lengra,“ sagði Walcott. Seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Sánchez tvöfaldaði forystu Arsenal með frábæru skoti af löngu færi í slá og inn. Shay Given, hinn 39 ára gamli markvörður Villa, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var skotið fast og mikill snúningur á boltanum. Þetta var 25. mark Sánchez á tímabilinu en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum á sínu fyrsta tímabili á Emirates. Per Mertescker skoraði þriðja markið á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Santís Cazorla og varamaðurinn Giroud negldi svo síðasta naglann í kistu Villa þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42 Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00 Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00 Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24 Slær Arsenal metið? Arsenal getur unnið sinn tólfta bikarmeistaratitil. 30. maí 2015 11:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
„Við höfum sýnt að við erum alvöru lið og ráðum við að spila undir pressu. Ég vil óska leikmönnunum, starfsliðinu og stuðningsmönnunum til hamingju. Við erum í skýjunum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, glaðbeittur eftir öruggan sigur Skyttanna á Aston Villa í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur ensku bikarkeppnina en Skytturnar þurftu að hafa mun meira fyrir hlutunum í úrslitaleiknum gegn Hull City fyrir ári síðan. Þá var Arsenal 2-0 undir eftir átta mínútna leik en lærisveinum Wengers tókst að snúa dæminu sér í vil, jafna metin og svo tryggði Aaron Ramsey Arsenal sigurinn með marki í framlengingu. Arsenal hefur nú unnið bikarkeppnina tólf sinnum, oftast allra liða, en Skytturnar hafa unnið sex af þessum tólf titlum undir stjórn Wengers. Frakkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá 1996, er orðinn sigursælasti stjórinn í sögu bikarkeppninnar, ásamt George Ramsay sem stýrði Aston Villa til sex bikartitla á sínum tíma. Arsenal hafði öll völd á vellinum á laugardaginn, allt frá fyrstu mínútu, og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Villa-menn, sem slógu Liverpool út í undanúrslitunum, mættu einfaldlega ofjörlum sínum á laugardaginn. Til marks um það átti liðið ekki skot á markið og fékk enga hornspyrnu í leiknum. Þeirra hættulegasti sóknarmaður, Christian Benteke, var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal og aðrir leikmenn Villa komust lítt áleiðis. Það tók Arsenal samt sem áður 40 mínútur að brjóta ísinn. Það gerði Theo Walcott með föstu skoti eftir fyrirgjöf Nachos Monreal og skalla Alexis Sánchez þvert fyrir markið. Walcott, sem skoraði þrennu gegn West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Olivers Giroud og hann þakkaði Wenger traustið með þessu fallega marki. Eftir leikinn sagði Walcott að Arsenal ætti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili en Skytturnar hafa ekki unnið þann stóra síðan 2004: „Við verðum að stefna á að vinna Englandsmeistaratitilinn á næsta ári. Við erum búnir að vinna bikarinn tvö ár í röð en Arsenal hefur sjaldan verið með svona öflugan leikmannahóp svo við ættum að ná lengra,“ sagði Walcott. Seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Sánchez tvöfaldaði forystu Arsenal með frábæru skoti af löngu færi í slá og inn. Shay Given, hinn 39 ára gamli markvörður Villa, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var skotið fast og mikill snúningur á boltanum. Þetta var 25. mark Sánchez á tímabilinu en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum á sínu fyrsta tímabili á Emirates. Per Mertescker skoraði þriðja markið á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Santís Cazorla og varamaðurinn Giroud negldi svo síðasta naglann í kistu Villa þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42 Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00 Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00 Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24 Slær Arsenal metið? Arsenal getur unnið sinn tólfta bikarmeistaratitil. 30. maí 2015 11:00 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42
Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00
Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00
Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24