Walcott: Verðum að stefna á meistaratitilinn á næsta tímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2015 06:30 Arsenal er sigursælasta lið í sögu ensku bikarkeppninnar. vísir/getty „Við höfum sýnt að við erum alvöru lið og ráðum við að spila undir pressu. Ég vil óska leikmönnunum, starfsliðinu og stuðningsmönnunum til hamingju. Við erum í skýjunum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, glaðbeittur eftir öruggan sigur Skyttanna á Aston Villa í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur ensku bikarkeppnina en Skytturnar þurftu að hafa mun meira fyrir hlutunum í úrslitaleiknum gegn Hull City fyrir ári síðan. Þá var Arsenal 2-0 undir eftir átta mínútna leik en lærisveinum Wengers tókst að snúa dæminu sér í vil, jafna metin og svo tryggði Aaron Ramsey Arsenal sigurinn með marki í framlengingu. Arsenal hefur nú unnið bikarkeppnina tólf sinnum, oftast allra liða, en Skytturnar hafa unnið sex af þessum tólf titlum undir stjórn Wengers. Frakkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá 1996, er orðinn sigursælasti stjórinn í sögu bikarkeppninnar, ásamt George Ramsay sem stýrði Aston Villa til sex bikartitla á sínum tíma. Arsenal hafði öll völd á vellinum á laugardaginn, allt frá fyrstu mínútu, og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Villa-menn, sem slógu Liverpool út í undanúrslitunum, mættu einfaldlega ofjörlum sínum á laugardaginn. Til marks um það átti liðið ekki skot á markið og fékk enga hornspyrnu í leiknum. Þeirra hættulegasti sóknarmaður, Christian Benteke, var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal og aðrir leikmenn Villa komust lítt áleiðis. Það tók Arsenal samt sem áður 40 mínútur að brjóta ísinn. Það gerði Theo Walcott með föstu skoti eftir fyrirgjöf Nachos Monreal og skalla Alexis Sánchez þvert fyrir markið. Walcott, sem skoraði þrennu gegn West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Olivers Giroud og hann þakkaði Wenger traustið með þessu fallega marki. Eftir leikinn sagði Walcott að Arsenal ætti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili en Skytturnar hafa ekki unnið þann stóra síðan 2004: „Við verðum að stefna á að vinna Englandsmeistaratitilinn á næsta ári. Við erum búnir að vinna bikarinn tvö ár í röð en Arsenal hefur sjaldan verið með svona öflugan leikmannahóp svo við ættum að ná lengra,“ sagði Walcott. Seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Sánchez tvöfaldaði forystu Arsenal með frábæru skoti af löngu færi í slá og inn. Shay Given, hinn 39 ára gamli markvörður Villa, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var skotið fast og mikill snúningur á boltanum. Þetta var 25. mark Sánchez á tímabilinu en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum á sínu fyrsta tímabili á Emirates. Per Mertescker skoraði þriðja markið á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Santís Cazorla og varamaðurinn Giroud negldi svo síðasta naglann í kistu Villa þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42 Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00 Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00 Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24 Slær Arsenal metið? Arsenal getur unnið sinn tólfta bikarmeistaratitil. 30. maí 2015 11:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
„Við höfum sýnt að við erum alvöru lið og ráðum við að spila undir pressu. Ég vil óska leikmönnunum, starfsliðinu og stuðningsmönnunum til hamingju. Við erum í skýjunum,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, glaðbeittur eftir öruggan sigur Skyttanna á Aston Villa í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley á laugardaginn. Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur ensku bikarkeppnina en Skytturnar þurftu að hafa mun meira fyrir hlutunum í úrslitaleiknum gegn Hull City fyrir ári síðan. Þá var Arsenal 2-0 undir eftir átta mínútna leik en lærisveinum Wengers tókst að snúa dæminu sér í vil, jafna metin og svo tryggði Aaron Ramsey Arsenal sigurinn með marki í framlengingu. Arsenal hefur nú unnið bikarkeppnina tólf sinnum, oftast allra liða, en Skytturnar hafa unnið sex af þessum tólf titlum undir stjórn Wengers. Frakkinn, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Arsenal frá 1996, er orðinn sigursælasti stjórinn í sögu bikarkeppninnar, ásamt George Ramsay sem stýrði Aston Villa til sex bikartitla á sínum tíma. Arsenal hafði öll völd á vellinum á laugardaginn, allt frá fyrstu mínútu, og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Villa-menn, sem slógu Liverpool út í undanúrslitunum, mættu einfaldlega ofjörlum sínum á laugardaginn. Til marks um það átti liðið ekki skot á markið og fékk enga hornspyrnu í leiknum. Þeirra hættulegasti sóknarmaður, Christian Benteke, var í gjörgæslu hjá varnarmönnum Arsenal og aðrir leikmenn Villa komust lítt áleiðis. Það tók Arsenal samt sem áður 40 mínútur að brjóta ísinn. Það gerði Theo Walcott með föstu skoti eftir fyrirgjöf Nachos Monreal og skalla Alexis Sánchez þvert fyrir markið. Walcott, sem skoraði þrennu gegn West Brom í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar, var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Olivers Giroud og hann þakkaði Wenger traustið með þessu fallega marki. Eftir leikinn sagði Walcott að Arsenal ætti að setja stefnuna á Englandsmeistaratitilinn á næsta tímabili en Skytturnar hafa ekki unnið þann stóra síðan 2004: „Við verðum að stefna á að vinna Englandsmeistaratitilinn á næsta ári. Við erum búnir að vinna bikarinn tvö ár í röð en Arsenal hefur sjaldan verið með svona öflugan leikmannahóp svo við ættum að ná lengra,“ sagði Walcott. Seinni hálfleikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar Sánchez tvöfaldaði forystu Arsenal með frábæru skoti af löngu færi í slá og inn. Shay Given, hinn 39 ára gamli markvörður Villa, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið enda var skotið fast og mikill snúningur á boltanum. Þetta var 25. mark Sánchez á tímabilinu en hann hefur heldur betur staðið undir væntingum á sínu fyrsta tímabili á Emirates. Per Mertescker skoraði þriðja markið á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Santís Cazorla og varamaðurinn Giroud negldi svo síðasta naglann í kistu Villa þegar hann stýrði fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain í netið í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42 Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00 Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00 Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24 Slær Arsenal metið? Arsenal getur unnið sinn tólfta bikarmeistaratitil. 30. maí 2015 11:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Ég er hungraður í árangur Arsene Wenger og Theo Walcott stefna enn hærra með Arsenal á næstu árum. 30. maí 2015 19:42
Sjáðu 10 flottustu mörkin í enska bikarnum Mörg falleg mörk voru skoruð í bikarkeppninni. 30. maí 2015 19:00
Arsenal bikarmeistari í tólfta sinn | Sjáðu mörkin Arsenal vann Aston Villa 4-0 í úrslitum enska bikarsins í knattspyrnu. 30. maí 2015 20:00
Ég get ekki komið með neinar afsakanir Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, gat ekki annað en viðurkennt að Arsenal hafi verið miklu betri aðilinn. 30. maí 2015 19:24