Gói stendur á tímamótum Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 11:30 Guðjón Davíð Karlsson, afmælisbarn dagsins. Vísir/Stefán „Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira
„Þetta er bara fagnaðarefni fyrir íslensku þjóðina,“ segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, sem fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. „Nei nei, svo ég tali nú af fullri alvöru þá fylgir þessu auðvitað aukinn þroski og almenn gleði. Þegar maður er kominn á þennan aldur þá þakkar maður fyrir að hafa góða heilsu,“ bætir hann við hress. Í tilefni dagsins segist Guðjón meðal annars ætla að fara út að borða í hádeginu með konunni. „Ég er svo að sýna um kvöldið, Er ekki nóg að elska? í Borgarleikhúsinu, fyrstu sýningu eftir páskafrí.“ Þetta ár verður ansi viðburðarríkt hjá Góa, en auk þess að vera að flytja sig yfir til Þjóðleikhússins í haust, heldur hann einnig upp á tíu ára útskriftarafmæli úr leiklistarskólanum. „Þegar ég útskrifaðist þá hafði Hilmir Snær verið í bransanum í ellefu ár og leikkonur eins og Halldóra Geirharðs áttu tíu ára útskriftarafmæli. Fyrir mér voru þau búin að leika í fullt af verkum og átt svo mörg eftirminnileg hlutverk, þannig að ég hugsaði með mér hvort ég myndi einhverntíma endast svona lengi í bransanum. Í dag finnst mér þetta hinsvegar hafa gerst í gær,“ segir Gói og hlær. Um páskana heimsótti Gói Akureyri ásamt fjölskyldunni sinni. „Það er og var alveg stórkostlegt að vera á Akureyri, ég fékk alveg sælutilfinningu að koma þangað.“ Gói var, eins og kunnugt er, ráðinn til Leikfélags Akureyrar strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum. „Þetta var ótrúlega gott start fyrir mig sem leikara og var nokkurskonar masterclass í leiklist. Þarna voru 5-6 sýningar á viku, og hin fleyga setning „list endurtekningarinnar“ átti vel við, það þýddi ekkert að vera með neitt múður.“ Hann segist eiga Magnúsi Geir Þórðarsyni mikið að þakka fyrir að hafa spottað hann og ráðið hann til sín á Akureyri og svo síðar í Borgarleikhúsið. Í haust færir Gói sig til Þjóðleikhússins, þar sem hann tekur meðal annars þátt í uppsetningu á Hróa hetti. Aðspurður hvort hann ætli að færa sig meira yfir í dramaverk í nýju leikhúsi, segir hann að best sé að skipta þessu jafnt á milli. „Það er oftast þannig að grínverkin fá meiri athygli, þannig að flestir halda að ég sé meira í þeim. En ætli þetta sé ekki nokkuð jafnt, drama og grín ef ég tæki það saman. Hinsvegar er það alltaf þannig að þegar maður er að leika í dramaverki þá langar manni í grínið og öfugt,“ segir hann og hlær.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira