Sýnir þörfina á millidómstigi fanney birna jónsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Brynjar Níelsson Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Saksóknari telur að niðurstaða Hæstaréttar um sakfellingu Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu hefði verið eins, jafnvel þótt símtal þar sem rætt var um hagnaðarvon „Óla“ hefði ekki komið til. Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir Hæstarétt hafa ruglast á „Ólum“ í aðsendri grein í Fréttablaðinu í gær. Í símtali sem er meðal sönnunargagna í málinu ræða tveir menn útfærslu á Al Thani-viðskiptunum og fram kemur að hún hafi verið rædd við „Óla“. Annar þessara manna, Bjarnfreður Ólafsson lögmaður, segist ekki hafa verið að ræða um Ólaf Ólafsson heldur annan Óla.Björn ÞorvaldssonBjörn Þorvaldsson saksóknari segir það engu skipta. „Það er ekki eins og málið standi og falli með þessu eina símtali. Jafnvel þótt það lægi ekki fyrir hefði verið sakfellt eftir sem áður.“ Björn segir Hæstarétt ekki byggja sína niðurstöðu eingöngu á þessu símtali, þó vissulega sé það hluti af rökstuðningi réttarins. „Það var nóg af öðrum gögnum til að byggja málið á,“ segir Björn. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta atriði, um hvorn „Ólann“ sé rætt, skipta höfuðmáli. „Hæstiréttur byrjar á því að nota þetta atriði sem rökstuðning fyrir sakfellingunni. Þetta skiptir verulegu máli í sönnunarfærslunni um aðild Ólafs að þessu.“ Brynjar segir engan geta vitað hvernig málið hefði farið ef Hæstiréttur hefði áttað sig á um hvorn „Ólann“ væri rætt. „Það er hætt við því að með því að þeir haldi að um Ólaf Ólafsson sé að ræða, þá séu menn búnir að gefa sér að atvikin hafi verið með ákveðnum hætti og meta í kjölfarið öll gögn út frá því. Ég get ekkert fullyrt um það hvorn manninn er verið að ræða um, en ef við gefum okkur að ekki hafi verið rætt um Ólaf Ólafsson þá get hvorki ég né Björn Þorláksson saksóknari vitað hvað hefði gerst.“Sakborningar í Al Thani-málinu svokallaða fengu þunga fangelsisdóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun.Fréttablaðið/DaníelBrynjar segir þennan dóm sýna hversu mikilvægt það er að fá millidómstig. „Sérstaklega í sakamálum. Það fer aldrei fram nein aðalmeðferð þar sem spurt er sérstaklega hver er þessi „Óli“, sem er helsti rökstuðningurinn fyrir sakfellingu Ólafs. Þarna er búinn til nýr dómur sem ekki fær endurskoðun,“ segir Brynjar. Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þarna hefði verið á ferðinni misskilningur og úrslit málsins hefðu getað orðið önnur ef réttur skilningur hefði verið á. Hann segir að þar sem ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðu Hæstaréttar sé eina leiðin sú að leita til endurupptökunefndar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira