Haukur Hákon lætur ekkert stöðva sig og fór upp Esjuna: „Æðislegt að fá að fara alla þessa leið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. september 2015 14:15 Haukur Hákon er 15 ára ofurhugi. vísir. „Ég hef mjög gaman af útivist, hvort sem það er að ganga, synda, hlaupa eða hvað sem er,“ segir Haukur Hákon Loftsson 15 ára íslenskur strákur sem er með CP lömun en lætur ekkert stöðva sig. „Það sem einkennir mig er mest gleði, hamingja og sjálfstæði og ég kann að hlusta. Ég er í Langholtskóla og er að fara í 10. bekk. Maður trúir því kannski ekki sjálfur að maður sé að fara í tíunda bekk, því það er svo stutt síðan að maður var bara lítill polli.“ Haukur æfir sund hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. „Ég er búinn að æfa sund í fimm ár. Ég er búinn að vera í mörgum íþróttum en mér finnst sundið vera einna allra best. Ég get ekki synt baksund, því þá fer mér að svima og svona. Bringusundið og skriðsundið eru svona mínar aðalgreinar.“ Haukur er ættleiddur frá Indlandi. „Hann getur ekki staðið uppréttur og gengur því um í göngugrind eða fer um í hjólastól,“ segir Sigrún Hauksdóttir, móðir Hauks, og bætir því við að hann sé alltaf til í allt. „Hann er alltaf glaður og kátur og aldrei neitt vesen. Þegar að tækifærið gafst hjá Öryggismiðstöðinni að hægt væri að fara upp á Esju þá sóttum við strax um fyrir Hauk, því þetta var frábært tækifæri fyrir hann.“Haukur lætur ekkert stöðva sig.„Mér finnst ég fá voðalega mikið út úr því, bæði að hreyfa mig og fá þessa hjálp sem ég þarf að fá. Að fá að prófa að fara á Esjuna í fyrsta skipti var æðislegt.“ Nú á dögunum aðstoðaði Öryggismiðstöðin 24 einstaklinga, með einhverskonar fötlun, upp Esjuna. Var þetta gert í tilefni af tuttugu ára afmæli fyrirtækisins. Haukur var einn af þeim. „Þetta var rosalega skemmtileg upplifun,“ sagði Haukur rétt áður en hann fór af stað upp fjallið. „Það er ekkert sjálfgefið að fá vindinn í andlitið og verða skítugur þegar maður er fatlaður,“ segir Sigrún. „Við vorum alltaf með það markmið að komast alla leið. Strákarnir sem voru að aðstoða mig voru alveg búnir á því en þetta hafðist að lokum. Við komumst upp að Steini og náðum að taka myndir. Þetta var alveg æðislegt, æðislegt að fá að fara alla þessa leið.“ Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
„Ég hef mjög gaman af útivist, hvort sem það er að ganga, synda, hlaupa eða hvað sem er,“ segir Haukur Hákon Loftsson 15 ára íslenskur strákur sem er með CP lömun en lætur ekkert stöðva sig. „Það sem einkennir mig er mest gleði, hamingja og sjálfstæði og ég kann að hlusta. Ég er í Langholtskóla og er að fara í 10. bekk. Maður trúir því kannski ekki sjálfur að maður sé að fara í tíunda bekk, því það er svo stutt síðan að maður var bara lítill polli.“ Haukur æfir sund hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. „Ég er búinn að æfa sund í fimm ár. Ég er búinn að vera í mörgum íþróttum en mér finnst sundið vera einna allra best. Ég get ekki synt baksund, því þá fer mér að svima og svona. Bringusundið og skriðsundið eru svona mínar aðalgreinar.“ Haukur er ættleiddur frá Indlandi. „Hann getur ekki staðið uppréttur og gengur því um í göngugrind eða fer um í hjólastól,“ segir Sigrún Hauksdóttir, móðir Hauks, og bætir því við að hann sé alltaf til í allt. „Hann er alltaf glaður og kátur og aldrei neitt vesen. Þegar að tækifærið gafst hjá Öryggismiðstöðinni að hægt væri að fara upp á Esju þá sóttum við strax um fyrir Hauk, því þetta var frábært tækifæri fyrir hann.“Haukur lætur ekkert stöðva sig.„Mér finnst ég fá voðalega mikið út úr því, bæði að hreyfa mig og fá þessa hjálp sem ég þarf að fá. Að fá að prófa að fara á Esjuna í fyrsta skipti var æðislegt.“ Nú á dögunum aðstoðaði Öryggismiðstöðin 24 einstaklinga, með einhverskonar fötlun, upp Esjuna. Var þetta gert í tilefni af tuttugu ára afmæli fyrirtækisins. Haukur var einn af þeim. „Þetta var rosalega skemmtileg upplifun,“ sagði Haukur rétt áður en hann fór af stað upp fjallið. „Það er ekkert sjálfgefið að fá vindinn í andlitið og verða skítugur þegar maður er fatlaður,“ segir Sigrún. „Við vorum alltaf með það markmið að komast alla leið. Strákarnir sem voru að aðstoða mig voru alveg búnir á því en þetta hafðist að lokum. Við komumst upp að Steini og náðum að taka myndir. Þetta var alveg æðislegt, æðislegt að fá að fara alla þessa leið.“
Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira