Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2015 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira