Nýr leikvangur þyrfti ekki að kosta skattgreiðendur krónu Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2015 21:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur undir með forsvarsmönnum KSÍ og segir tíma kominn á nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnulandsleiki. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ kallaði eftir þessu í beinni útsendingu á Vísi í gærkvöldi frá Ingólfstorgi. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir. Uppselt hefur verið á alla heimaleiki íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að góður árangur landsliðsins fór að láta á sér kræla. Eðlilega velta menn því fyrir sér hvort Laugardalsvöllur dugi fyrir lið sem er komið í hóp 20 bestu knattspyrnuþjóða heims en fyrir leikinn á móti Hollendingum, sem Ísland vann 0-1, var Ísland í 23. sæti styrkleikalista FIFA. Fyrir ofan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar. Að þessu sögðu er býsna öruggt að Ísland verður ofar á styrkleikalistanum við endurskoðun hans. Tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll Það er tæknilega flókið og erfitt að byggja yfir Laugardalsvöll vegna fjarlægðar á milli stúka og hlaupabrautarinnar. Forsvarsmenn KSÍ sjá Laugardalsvöll ekki fyrir sér sem framtíðarleikvang og vilja byggjan nýjan 20-25 þúsund manna leikvang, yfirbyggðan. Mögulega með færanlegu þaki. Sumir hafa nefnt Amsterdam Arena, heimavöll Ajax í Amsterdam, sem fyrirmynd í þessu sambandi. Fréttastofan ræddi við Illuga Gunnarsson ráðherra íþróttamála og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir ríkisráðsfund á Bessastöðum í dag og má nálgast viðbrögð þeirra í myndskeiði með frétt. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist taka undir með forsvarsmönnum knattspyrnuhreyfingarinnar að þörf sé á nýjum þjóðarleikvangi. Hann segir að knattspyrna á Íslandi hafi eflst mikið eftir mannvirkjauppbyggingu (knatthallir) sem hófst fyrir tæpum tveimur áratugum. Þessi má geta að Bjarni er sjálfur fyrrverandi knattspyrnumaður en hann var miðvörður í Stjörnunni á sínum yngri árum og lék með yngri landsliðum Íslands. „Sú uppbygging sem hefur átt sér stað undanfarna tvo áratugi á mannvirkjum er að skila þessu. Næsta skref er þá væntanlega að þjóðarleikvangurinn sé í samræmi við áhuga Íslendinga á að mæta á völlinn,“ segir Bjarni. Kostnaður við byggingu nýs leikvangs veltur auðvitað á sætafjölda hönnun og íburði. Reikna má þó með að slíkur leikvangur með 20-25 þúsund sætum gæti kostað að minnsta kosti 15-20 milljarða króna. Það er ekki víst að skattgreiðendur þyrftu að greiða neitt fyrir nýjan leikvang. Á síðustu árum hefur svokölluð eignatryggð fjármögnun (e. asset backed securitization, ABS) verið nýtt til að fjármagna stór mannvirki og eru Hvalfjarðargöngin eitt besta dæmið. Í tilviki nýs þjóðarleikvangs gætu lífeyrissjóðir eða aðrir fagfjárfestar byggt völlinn gegn veðrétti í X hlutdeild af öllum seldum miðum á leikvanginn í einhver ár eða áratugi þangað til upp fæst í kostnað og viðunandi arðsemi af verkefninu. Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki sérstaklega mælt með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu. Þá eru mörg svæði í Laugardalnum þegar skilgreind sem íþróttasvæði í aðalskipulagi svo óvíst er hvort gera þyrfti breytingar á því til að byggja völlinn.Fréttin var uppfærð 8. september kl. 9:45 og bætt var við eftirfarandi setningu: Tekið skal fram að fjármála- og efnahagsráðherra hefur ekki mælt sérstaklega með því að þessi leið verði farin. Þá eru engin áform um slíkt í ráðuneytinu eða tilmæli til forystumanna KSÍ að fara þessa leið í fjármögnun. Þetta er bara einn af þeim valkostum sem standa til boða við fjármögnun mannvirkis af þessari stærðargráðu.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira