Ragnar Th. Sigurðsson útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2015 19:53 Theodór Júlíusson heiðurslistamaður 2014, Jón Adolf Steinólfsson bæjarlistamaður, Ragnar Th. Sigurðsson heiðurslistamaður 2015, Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstóri Kópavogs. Vísir/Kópavogsbær Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og Norðurheimskautsfari hefur verið útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í ár og Jón Adolf Steinólfsson myndhöggvari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn í Gamla Kópavogsbænum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Það er vel við hæfi að kynna útnefninguna í Gamla Kópavogsbænum en stefnt er að því að í þessu gamla og friðaða húsi verði haldin sýning næsta sumar á verkum þeirra grunnskólanema í Kópavogi sem Jón Adolf bæjarlistamaður mun starfa með í vetur og kenna tréútskurð og jákvæða hugsun,“ segir í tilkynningunni.Salka Sól var einn bæjarlistamanna Kópavogsbæjar í fyrra.Vísir/Ernir„Jón Adolf var valinn úr hópi umsækjenda um stöðu bæjarlistamanns en auglýst var eftir umsóknum í vor. Tilgangurinn með vali á bæjarlistamanni er að fá öflugan listamann til að sinna menningarfræðslu í Kópavogi á þessu og næsta ári. Jón Adolf hefur sinnt listsköpun sinni í áratugi, tekið þátt í tugum samsýninga og haldið fjölmargar einkasýningar. Auk þess hefur hann haldið námskeið í útskurði fyrir ýmsa aðila, innlenda sem erlenda. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og verk hans prýða söfn og bæjarfélög víða um lönd. Með vali á heiðurslistamanni er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en Ragnar Th. hefur starfað sem atvinnuljósmyndari í meira en þrjátíu ár. Hann er einkum þekktur fyrir náttúruljósmyndir sínar og hefur tekið myndir á Norðurheimskautssvæðinu í áratugi. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og ljósmyndir hans hafa birst víða, svo sem í dagblöðum á borð við New York Times, Time, Newsweek, National Geographic, Digital Photographer og Geographical. Ragnar hélt sýningu á myndum sínum í Gerðarsafni fyrr á árinu í tengslum við sýningu blaðaljósmyndara og styrkti endurhæfingarmiðstöðina Ljósið um ágóða af sölu verka sem seldust í framhaldinu hjá ljósmyndastúdíói sínu Arctic-Images. Á síðasta ári var Theódór Júlíusson leikari útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs og á sama tíma voru listakonurnar Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld útnefndar bæjarlistamenn. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann Kópavogs frá árinu 1988 en í annað sinn í ár er jafnframt valinn bæjarlistamaður. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í því að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum tíðina,“ segir í tilkynningu. Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari og Norðurheimskautsfari hefur verið útnefndur heiðurslistamaður Kópavogsbæjar í ár og Jón Adolf Steinólfsson myndhöggvari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn í Gamla Kópavogsbænum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Það er vel við hæfi að kynna útnefninguna í Gamla Kópavogsbænum en stefnt er að því að í þessu gamla og friðaða húsi verði haldin sýning næsta sumar á verkum þeirra grunnskólanema í Kópavogi sem Jón Adolf bæjarlistamaður mun starfa með í vetur og kenna tréútskurð og jákvæða hugsun,“ segir í tilkynningunni.Salka Sól var einn bæjarlistamanna Kópavogsbæjar í fyrra.Vísir/Ernir„Jón Adolf var valinn úr hópi umsækjenda um stöðu bæjarlistamanns en auglýst var eftir umsóknum í vor. Tilgangurinn með vali á bæjarlistamanni er að fá öflugan listamann til að sinna menningarfræðslu í Kópavogi á þessu og næsta ári. Jón Adolf hefur sinnt listsköpun sinni í áratugi, tekið þátt í tugum samsýninga og haldið fjölmargar einkasýningar. Auk þess hefur hann haldið námskeið í útskurði fyrir ýmsa aðila, innlenda sem erlenda. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og verk hans prýða söfn og bæjarfélög víða um lönd. Með vali á heiðurslistamanni er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en Ragnar Th. hefur starfað sem atvinnuljósmyndari í meira en þrjátíu ár. Hann er einkum þekktur fyrir náttúruljósmyndir sínar og hefur tekið myndir á Norðurheimskautssvæðinu í áratugi. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og ljósmyndir hans hafa birst víða, svo sem í dagblöðum á borð við New York Times, Time, Newsweek, National Geographic, Digital Photographer og Geographical. Ragnar hélt sýningu á myndum sínum í Gerðarsafni fyrr á árinu í tengslum við sýningu blaðaljósmyndara og styrkti endurhæfingarmiðstöðina Ljósið um ágóða af sölu verka sem seldust í framhaldinu hjá ljósmyndastúdíói sínu Arctic-Images. Á síðasta ári var Theódór Júlíusson leikari útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs og á sama tíma voru listakonurnar Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld útnefndar bæjarlistamenn. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann Kópavogs frá árinu 1988 en í annað sinn í ár er jafnframt valinn bæjarlistamaður. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þá fjölmörgu og hæfileikaríku listamenn sem búa í Kópavogi og hafa átt þátt í því að auðga menningarlíf bæjarins í gegnum tíðina,“ segir í tilkynningu.
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“