Enski boltinn

Chelsea vill Begovic í stað Cech

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Begovic á leið til Chelsea?
Er Begovic á leið til Chelsea? vísir/getty
Asmir Begovic, markvörður Stoke, er á óskalista Chelsea. Ensku meistararnir vilja fá Bosníumanninn til þess að fylla skarð Petr Cech sem virðist vera á leið til Arsenal.

Þessi 27 ára gamli markvörður á tólf mánuði eftir af samningi sínum við Stoke, en Mark Hughes, stjóri Stoke, vill alls ekki missa Begovic sem hefur staðið sig vel í marki Stoke undanfarið.

Á föstudaginn hafnaði Stoke tilboði frá Aston Villa í Begovic, en nokkur önnur félög eru sögð hafa sett sig í samband við Stoke.

Begovic kom frá Portsmouth árið 2010 og hefur verið einn af betri markvörður ensku deildarinnar undanfarin ár. Fari Begovic frá Stoke verður Jack Butland, varamarkverði Stoke, treyst fyrir markvarðastöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×