Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 20:00 Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey. Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey.
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira