Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 20:00 Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira