Loka þurfi um 75 prósent sjúkrarýma sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2015 19:20 "Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir Herdís. vísir/pjetur Loka þarf um 75 prósent allra sjúkrarýma Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga. Sjúklingar í virkri meðferð verða áfram á sjúkrahúsunum en ekki verður möguleiki á að taka við nýjum sjúklingum nema í bráðatilfellum. Bráðadeildir á Selfossi og í Vestmannaeyjum verða opnar og sótt verður um undanþágu til að veita göngudeildarþjónustu fyrir blóðskilunarsjúklinga á Selfossi og krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Þjónusta í heimahjúkrun á Suðurlandi verður óbreytt að mestu. Þeir sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslu eru því beðnir um að fylgjast með framvindu verkfallsins.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.Öryggi sjúklinga ógnað Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, lýsir yfir þungum áhyggjum í tilkynningu sem hún sendir frá sér í kvöld. Hún segir ástandið grafalvarlegt, óvissa ríki um raunverulegt ástand sjúklinga sem enn bíði eftir rannsóknum og hvaða áhrif töf á því að komast til meðferðar muni hafa í för með sér fyrir sjúklinga. „Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir hún. Herdís segir jafnframt að komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga á morgun yrði það geysilega erfið viðbót við yfirstandandi verkföll lífeinda- og geislafræðinga og ljósmæðra. Áhætta gæti skapast fyrir sjúklinga ef töf verði á þjónustu og úrvinnslu undanþágubeiðna fyrir bráðveika sjúklinga. Því sé ljóst að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga muni draga úr getu HSU til að sinna þörfum sjúklinga og meðhöndla einkenni. „Það mun skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga,“ segir Herdís. Á Selfossi verða opin 5 rúm af 18 sjúkrarúmum en áfram eru öll 40 hjúkrunarrými opin. Í Vestmannaeyjum verða um 4 rúm af 15 sjúkrarúmum opin, en þegar eru þar fyrir sjúklingar sem eru í biðplássi eftir hjúkrunarrými. Þar eru áfram opin 7 hjúkrunarrými. Verkfall 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Loka þarf um 75 prósent allra sjúkrarýma Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga. Sjúklingar í virkri meðferð verða áfram á sjúkrahúsunum en ekki verður möguleiki á að taka við nýjum sjúklingum nema í bráðatilfellum. Bráðadeildir á Selfossi og í Vestmannaeyjum verða opnar og sótt verður um undanþágu til að veita göngudeildarþjónustu fyrir blóðskilunarsjúklinga á Selfossi og krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Þjónusta í heimahjúkrun á Suðurlandi verður óbreytt að mestu. Þeir sem eiga bókaðan tíma á heilsugæslu eru því beðnir um að fylgjast með framvindu verkfallsins.Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU.Öryggi sjúklinga ógnað Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, lýsir yfir þungum áhyggjum í tilkynningu sem hún sendir frá sér í kvöld. Hún segir ástandið grafalvarlegt, óvissa ríki um raunverulegt ástand sjúklinga sem enn bíði eftir rannsóknum og hvaða áhrif töf á því að komast til meðferðar muni hafa í för með sér fyrir sjúklinga. „Ljóst er að verkfallið er þegar farið að hafa alvarleg áhrif á framvindu meðferðar margra sjúklinga sem þurfa að þola bið eftir svörum sem varða næstu skref í meðferð þeirra,“ segir hún. Herdís segir jafnframt að komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga á morgun yrði það geysilega erfið viðbót við yfirstandandi verkföll lífeinda- og geislafræðinga og ljósmæðra. Áhætta gæti skapast fyrir sjúklinga ef töf verði á þjónustu og úrvinnslu undanþágubeiðna fyrir bráðveika sjúklinga. Því sé ljóst að allsherjarverkfall hjúkrunarfræðinga muni draga úr getu HSU til að sinna þörfum sjúklinga og meðhöndla einkenni. „Það mun skapa verulega ógn við öryggi sjúklinga,“ segir Herdís. Á Selfossi verða opin 5 rúm af 18 sjúkrarúmum en áfram eru öll 40 hjúkrunarrými opin. Í Vestmannaeyjum verða um 4 rúm af 15 sjúkrarúmum opin, en þegar eru þar fyrir sjúklingar sem eru í biðplássi eftir hjúkrunarrými. Þar eru áfram opin 7 hjúkrunarrými.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira