Hyggst ekki „lítillækka“ sig með því að mæta fyrir dóm í kannabismáli Bjarki Ármannsson skrifar 26. maí 2015 23:16 Sævar Poetrix rappari var ekki viðstaddur við upphaf aðalmeðferðar máls gegn sér vegna kannabisvörslu. Vísir/Vilhelm Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan. Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Sævar Poetrix rappari hyggst ekki mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss og hefur birt Héraðsdómi Reykjavíkur bréf þess efnis. Í bréfi Sævars, sem lesa má í heild sinni í viðhengi við fréttina, segist Sævar ekki hafa gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna og segir það skyldu sína að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. „Þessi röklausi farsi ofbýður siðferðisvitund minni, sama í hvaða samhengi málið er skoðað,“ segir meðal annars í bréfi Sævars. „Ég hef ekki skaðað neinn og hvorki valdið nokkrum einstaklingi né samfélaginu í heild miska á nokkurn hátt í þessu máli.“Húsleit á afmælisdaginn Í samtali við Vísi segist Sævar eiga von á fyrirkalli frá dómnum og síðar handtökuheimild til að hægt verði að færa hann í réttarsal. „Ég veit að dómarinn tók þessa afstöðu mína ekki nægilega og vill fá mig fyrir dóm,“ segir Sævar. „Ég veit að lögreglan hefur verið í sambandi við lögfræðinginn minn til þess að reyna að tryggja að ég mæti. Sem ég mun ekki gera.“ Baksaga málsins er sú að lögregla gerði húsleit á heimili Sævars þann 16. september síðastliðinn, á afmæli hans, og fann þar poka með níutíu grömmum af kannabisefnum. „Þeir spurðu meðal annars hvað hefði orðið um restina af efninu,“ segir Sævar. „Sem ég svaraði með því að segja að það hefði gufað upp. You know the drill.“Refsistefna í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu Aðalmeðferð í máli Sævars hófst á föstudag. Hann mæti ekki í dómsal en fékk í stað þess lögfræðing sinn til að afhenda dómnum bréfið. Í því segist hann hafa ákveðið að mæta ekki til réttarhalda yfir sér, segir refsistefnu stjórnvalda í fíkniefnamálum skaðlega samfélaginu og að dómstólar „snúist ekki lengur um réttlæti og sanngirni.“ „Lög eru hætt að vinna fyrir okkur,“ segir meðal annars í bréfinu. „Ég mun ekki lítillækka mig með því að mæta eins og það sé skylda mín að gegna ranglæti.“Bréf Sævars til Héraðsdóms Reykjavíkur er með góðfúslegu leyfi birt í heild sinni í viðhenginu hér fyrir neðan.
Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira