Þorir einhver í áttuna hans Gerrard? Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. maí 2015 06:00 Leikmenn Liverpool kvöddu Gerrard í treyju merktri honum en hver tekur nú við keflinu af honum? vísir/Getty Sautján ára ferli Stevens Gerrard með Liverpool lýkur formlega um næstu helgi, en á laugardaginn kvaddi hann Anfield og stuðningsmennina sem hafa staðið með honum í gegnum súrt og sætt undanfarin sautján ár. Því miður fyrir fyrirliðann þurfti hann að kveðja með tapi, en Crystal Palace eyðilagði veisluna með 3-1 sigri. Frammistaða Liverpool-liðsins var nær skammarleg í þessum mikilvæga leik fyrir stuðningsmenn liðsins. „Stuðningsmennirnir kvöddu mig með stæl. Ég er stoltur af árunum 17 en ég er bara þannig leikmaður að ég er svekktur yfir úrslitunum. En stuðningsmennirnir voru frábærir,“ sagði Steven Gerrard við BBC eftir leikinn. Gerrard tókst aldrei að vinna Englandsmeistaratitilinn sem hann hefur sjálfur sagt að sé hans mesta eftirsjá. Hann vann þó allt annað; enska bikarinn, deildabikarinn, UEFA-bikarinn, Meistaradeildina og Stórbikar Evrópu. Gerrard hefur átta sinnum verið kjörinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, sem er met, og hann kveður, að margra mati, sem besti leikmaðurinn í sögu þess merka félags Liverpool. Spurður hvert væri besta liðið sem hann hefði spilað með vísaði hann óbeint til Liverpool-liðsins 2008-2009 sem endaði í öðru sæti á eftir Manchester United.„Liðið í fyrra, sem var svo nálægt titlinum, var mjög gott en árangurinn þá var svo mikið Luis Suárez og Daniel Sturridge að þakka. Við vorum heldur ekki í Evrópu þannig að við gátum keyrt á fullu allar helgar. Besta liðið var þegar Torres var hérna ásamt Alonso, Mascherano, Hyypia og Carragher,“ sagði Gerrard. En hvað er næst hjá Liverpool? Í ræðu sinni eftir leik sagði Gerrard að félagið væri í góðum höndum með efnilega leikmenn og frábæran knattspyrnustjóra. Enn fremur sagði hann í viðtali við BBC að hann vildi ekki snúa aftur á láni því það myndi þýða að liðið væri í vandræðum. Spurningin er: Hver þorir í áttuna? Hver verður leiðtogi Liverpool næstu árin? Flestir horfa til Jordans Henderson sem hefur vaxið mikið og verið varafyrirliði. Það er ekkert grín fyrir lið að missa svona leiðtoga sem hefur jafnframt verið besti leikmaður liðsins í mörg ár. Sá sem þorir í áttuna er hugrakkur maður. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Sautján ára ferli Stevens Gerrard með Liverpool lýkur formlega um næstu helgi, en á laugardaginn kvaddi hann Anfield og stuðningsmennina sem hafa staðið með honum í gegnum súrt og sætt undanfarin sautján ár. Því miður fyrir fyrirliðann þurfti hann að kveðja með tapi, en Crystal Palace eyðilagði veisluna með 3-1 sigri. Frammistaða Liverpool-liðsins var nær skammarleg í þessum mikilvæga leik fyrir stuðningsmenn liðsins. „Stuðningsmennirnir kvöddu mig með stæl. Ég er stoltur af árunum 17 en ég er bara þannig leikmaður að ég er svekktur yfir úrslitunum. En stuðningsmennirnir voru frábærir,“ sagði Steven Gerrard við BBC eftir leikinn. Gerrard tókst aldrei að vinna Englandsmeistaratitilinn sem hann hefur sjálfur sagt að sé hans mesta eftirsjá. Hann vann þó allt annað; enska bikarinn, deildabikarinn, UEFA-bikarinn, Meistaradeildina og Stórbikar Evrópu. Gerrard hefur átta sinnum verið kjörinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni, sem er met, og hann kveður, að margra mati, sem besti leikmaðurinn í sögu þess merka félags Liverpool. Spurður hvert væri besta liðið sem hann hefði spilað með vísaði hann óbeint til Liverpool-liðsins 2008-2009 sem endaði í öðru sæti á eftir Manchester United.„Liðið í fyrra, sem var svo nálægt titlinum, var mjög gott en árangurinn þá var svo mikið Luis Suárez og Daniel Sturridge að þakka. Við vorum heldur ekki í Evrópu þannig að við gátum keyrt á fullu allar helgar. Besta liðið var þegar Torres var hérna ásamt Alonso, Mascherano, Hyypia og Carragher,“ sagði Gerrard. En hvað er næst hjá Liverpool? Í ræðu sinni eftir leik sagði Gerrard að félagið væri í góðum höndum með efnilega leikmenn og frábæran knattspyrnustjóra. Enn fremur sagði hann í viðtali við BBC að hann vildi ekki snúa aftur á láni því það myndi þýða að liðið væri í vandræðum. Spurningin er: Hver þorir í áttuna? Hver verður leiðtogi Liverpool næstu árin? Flestir horfa til Jordans Henderson sem hefur vaxið mikið og verið varafyrirliði. Það er ekkert grín fyrir lið að missa svona leiðtoga sem hefur jafnframt verið besti leikmaður liðsins í mörg ár. Sá sem þorir í áttuna er hugrakkur maður.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira